Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Síða 126
236
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Ég tel, að hugmynd bókarinnar sé þegar allljós: Klukkan á Þingvöllum er
tákn þess helgasta, sem Island á. Rán hennar er sterkasta tákn þess, hve
hart er að íslenzku þjóðinni gengið af konungsvaldinu danska. Megininntak
bökarinnar er annars vegar að sýna kúgun og arðrán danska valdsins, hins
vegar niðurlægingu íslenzku þjóðarinnar, „þjóðar í lífsháska", þegar svartast
liorfði í sögu hennar, en jafnframt rökföstum mótmæium hennar gegn ágengn-
inni (öldungurinn ofan úr Bláskógaheiðinni) og óbugandi, harðneskjufullri
réttlætiskennd hennar (Jón Hreggviðsson fyrst og fremst) og óslökkvandi, fórn-
fúsri menningarþrá að einum þræði (Arnas Arnæus).
Um þetta efni er hægt að rita endalausar bækur á óendanlega margan hátt.
Sagnfræðingurinn þræðir „staðreyndir". Skáldið velur tákn, symból, finnur
sér ákveðna atburði og persónur, leitar að stíl, er svarar til yrkisefnisins, eins
og hann er frekast fær um að skynja áhrif þess.
Segjum upphafið sé þetta: höfundurinn hefur einhvern tíma orðið svo djúpt
gripinn af meðferð hins erlenda kúgunarvalds á íslenzku þjóðinni, að ekkert
af því, sem hann hefur um þetta lesið eða heyrt flutt, svarar til þeirra áhrifa,
er hann sjálfur hefur orðið fyrir. Hann hefur einhvern tíma sviðið undan
þessari meðferð eins og bernnimarki smánarinnar, og honum aldrei fundizt
hún nægilega sterkt túlkuð, fundizt hennar óhefnt. Efnið stríðir á hug hans,
ef til vill árum saman. Ilann leitar að nógu sterku atriði, er geti túlkað þessa
niðurlægingu í líkingu. íslenzka þjóðin hefur verið rænd og smánuð meira
en nokkur orð eða sagnfræði fær lýst. Þar kemur, að skáldið finnur þetta
tákn. Helgasti staður íslands eru Þingve’.Iir. Klukkan þar er tvöfalt tákn helgi
þjóðarinnar. „Henni var hríngt til dórna og á undan aftökum. Svo var klukk-
an forn að einginn vissi leingur aldur hennar með sannindum. En um það
er sagan hefst var laungu kominn brestur í þessa klukku og elztu menn þótt-
ust muna hljóm hennar skærari. Samt undu garnlir menn enn þessari klukku.“
Þegar harðast er gengið að í styrjöldum, eru klukkur brotnar niður. Nær varð
ekki gengið íslenzku þjóðinni en brjóta niður og flytja til útlanda „klukku
landsins" á helgasta stað þjóðarinnar. Sterkara tákn kúgunar hennar varð
ekki fundið.
Þá er annað atriði, stórvægilegast alls: hvernig lifði þjóðin af niðurlæg-
ingartíma sína, hvað bjargaði henni úr lífsháska ]ieim, sem hún var komin í
á verstu undirokunar- og einangrunartímunum? Skáldinu er ekki sízt í mun
að finna tákn þeirra lífsafla með þjóðinni, sem burgu henni út úr allri nauð
og jafnvel nafni henr.ar með heiðri fram í dögun nýrrar sögu. Hann finnur
einkum tvenns konar tákn: ódrepandi réttlætistilfinningu almennings, er gerir
óaflátanlega uppreisn gegn kúgun og rangsleitni af blindum hetjuskap, og
leiftrandi arfsögulega menningarþrá einstaklinga, sem fórna öllu fyrir ljós
hennar.
íslenzka þjóðin er varnarlaus beitt órétti. Órétturinn kemur fram við þjóð-
ina alla, öld fram af öld. Það er í engri sögu, engu skáldverki, unnt að færa
frarn öll dæmi slíks, þau eru óendanleg. Ráðið er að velja ákveðnar persónur,