Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 130

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 130
240 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Og hver er svo annar en Arnas Arnæus, er stendur í tign sinni, að vísu afsíðis í salnum, þegar verndarbréf kóngs er lesið fyrir Jóni Ilreggviðssyni. Þessir atburðir eru aðeins hornsteinar sögunnar, og þeir Jón og Arnas sterkustu máttarviðir hennar. Aðrir atburðir og aðrar persónur fullgera hana í samræmda heild, svo að hún verði samfellt lýsandi tákn þeirrar hugmyndar, sem hún er risin af. Allt verður að lúta strangasta lögmáli formlistarinnar, ef ekki eiga að sjást gallar á smíðinni, og hugmyndin þar með að óskýrast. Eins og gefur að skilja verður ekki dæmt um byggingu þessa verks, fyrr en það er allt risið, hver hæð þess og turninn með. En allt bendir til þess, að þar falli hver steinn í fastákveðið mót og hver lína sé dregin eftir hnitmiðuðu lög- máli, sem ákvarðað er af listgáfu og listkunnáttu höfundarins. Ef til vill er stíllinn eilt og allt í svona verki. Hann kveður á um snið þess og línur, ég tel re'tt að segja, að hann, en ekki hugmyndin, sé sál þess, ef farið er út í nokkra slíka aðgreiningu. Stíllinn er höfundurinn. Eftir stílnum fara áhrif verksins. Stíllinn er ákveðin skapgerð, ákveðinn þroski, ákveðið lífs- viðhorf. Sterk hugmynd eða sterkt tákn heimtar samsvarandi stíl, heimtar sterkan höfund, annars hrynur allt í sandinn. Það verður eflaust aldrei kannað til hlítar, hvað Halldór hefur lagt að sér til þess að finna nógu sterkan stíl og áhrifamikinn, er svaraði til efnisins í þessari bók, hinnar máttugu, óbugandi, alltuppiherandi lífsseiglu þjóðarinnar. Stíllinn á búkinni er meitluð skapgerð, stá.hörð þjálfun, eitilharka, samfara kunnáttu, sem er einstæð. Réttlætið, þótt blint sé, er hart. Tákn þess er hið brugðna, blikandi sverð. 011 tilsvör Jóns Hreggviðssonar eru snögg og hörð. Orð hans verða að hafa eðli eggvopns: vera beitt. Öll persónan þarf að vera meitluð í hart efni, annars væri hún ekki það tákn hetjulundar, sem henni er ætlað að vera, og er ytra borð réttlætisins. Hvaða efni hefur skáld í stíl persóna sinna? Fyrst og fremst sjálft sig, en einnig fyrirmyndir úr samtíð og sögu. Harka Halldórs sjálfs er í Jóni Ilreggviðssyni, og er af nógu að taka. Annar efniviður er mál þjóðarinnar. Fyrir málstað réttlætisins eru afrek unnin, ævintýraleg jafn- vel hjá einstaklingi, hvað þá heilli þjóð. Til afreka svarar hetjustíll. Æfintýri Jóns Hreggviðssonar eru tákn þess, hvað þjóð í réttlætisleit lendir í ótrúlegum svaðilförum, sem ekki verður lýst nema í líkingu. Svo vill til, að íslenzka þjóðin á í bókmenntum sínum og ævi barna sinna ótal afbrigði hetjustíls og hetjuskapar. Islendingasögurnar, Fornaldarsögur Norðurlanda, riddarasögur, rímur og hetjukvæði, IJeljarslóðarorusta, minning og myndir ýmissa persóna úr sögunni er fjölbreytileg arfleifð hetjuviðhorfs Islendinga. Islandsklukkan er dýrlegur vitnisburður um auðlegð þessarar arf- leifðar þjóðarinnar. Ilún sannar manni, að það er hinn mikli hókmennta- arfur íslendinga, sem gerir nútímahöfundi á Islandi fært að komast jafn ótrúlega langt í orðsins list. IJalldór eys af þessum brunni, þó að slíkt hrykki auðvitað skammt, ef hin persónulega stílsnilld og málkunnátta væri ekki fyrir hjá honum. Með stílnum á Islandsklukkunni brúar IJalldór aftur bilið yfir til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.