Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 4

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 4
122 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ekki til mála á friðartímum; alveg á sama hátt var því hátíðlega lýst yfir þegar Keflavíkursamningurinn var gerður að ekki kæmi til mála að þar yrðu nokkrar herstöðvar, eða að í samningnum fælust nein fríðindi Bandaríkjamönnum til handa sem gerðu þeim kleift að setja þar upp herstöðvar fyrirvaralaust. Andstæð- ingar beggja þessara samninga héldu fram alveg gagnstæðum sjónarmiðum og sögðu fyrir nákvæmlega þá atburði sem nú hafa gerzt. Skoðanir þeirra voru þá taldar rógur og getsakir, ef ekki annað verra, en því miður hefur reynslan sýnt að þær voru réttar. Nú á að telja okkur trú um að það sé undir samþykki íslenzkra stjórnarvalda komið hver aðstaða Bandaríkjamönnum verði veitt til hervarna hér á landi. En dettur nokkrum manni í hug að halda því fram í fullri alvöru að hernaðaryfir- völd erlends stórveldis muni taka að sér hervamir íslands upp á það að íslenzk stjórnarvöld segi þeim fyrir verkum eða skammti þeim úr hnefa mannafla og land- rými til hernaðaraðgerða? Hætt er við að íslenzk stjórnarvöld eigi ekki um sinn svo herfróðum mönnum á að skipa að þeir geti sannfært herforingjaráð Banda- ríkjamanna um réttmæti skoðana sinna ef á milli ber. Og þó að svo sé látið heita að samningurinn raski ekki úrslitayfirráðum íslands yfir íslenzkum málefnum, þá gefur reynsla undanfarinna ára ekki tilefni til að vænta mikillar andstöðu af nú- verandi ráðamönnum íslendinga gegn nýjum kröfum erlendrar herraþjóðar. Þegar þetta er skrifað er enn allt óséð um framkvæmd þessa nýja samnings. En eitt ætti að vera hverjum hugsandi manni ljóst nú orðið: Bandaríkjamenn eiga nú skammt eftir ófarið að því marki sem þeir settu sér með herstöðvakröfum sín- um 1945. Þá reis þjóðin öll til andmæla sem einn maður, en kjörnir fulltrúar henn- ar brugðust henni, fyrst með Keflavíkursamningnum, síðan með Atlantshafssátt- málanum og loks nú með þessum nýja samningi. Á hundrað ára afmæli þjóð- fundarins höfum við Islendingar ekki borið gæfu til að halda því merki á loft sem þá var reist. Þeir sem völdin hafa í þjóðfélagi okkar setja nú traust sitt á erlent herlið, forfeður okkar á þjóðfundinum mótmæltu því allir. 7. maí 1951. /. B. Til félagsmanna l Næsta félagsbók Máls og menningar verður úrval úr ritum og ræðum Jóns Sig- urðssonar fram að þjóðfundinum, en sú bók á að vera eins konar minningarrit um 100 ára afmæli þessa stórviðburðar. Á næsta ári eru liðin 100 ár síðan Sveinbjörn Egilsson dó. Stjórn félagsins hefur ákveðið að minnast þessa afmælis með því að gefa út vandaða útgáfu af kvæðum Sveinbjarnar sem félagsbók á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.