Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 72
190 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þjóðnýta olíulindirnar og allar eignir brezk-persneska olíufélagsins. 25% af ágóða olíuvinnslunnar skal varið til að greiða félaginu skaðabætur fyrir eignatjón. Hin nálega einhuga samþykkt íranska þingsins um þjóðnýtingu olíuvinnslunn- ar hefur komið mörgum, sem kunnugir eru írönskum stjórnmálum, alleinkenni- lega fyrir sjónir. En þegar málið er krufið til mergjar, er auðsætt að tvenns konar óskyld öfl bafa hér að unnið. Annarsvegar hönd hinna handarísku olíufélaga, hins- vegar innlend þjóðernishreyfing, af alþýðlegum rótum runnin. Á dögum hinnar síðari heimsstyrjaldar og einkum þó á næstu árum á eftir, hafa hin bandarísku olíufélög hafið stórsókn í hinum nálægari Austurlöndum til valda og áhrifa á sviði olíuvinnslunnar. í Saudi Arabíu hafa nýlega fundizt ein- hverjar auðugustu olíulindir veraldarinnar, og þar hafa 4 stærstu olíufélög Ame- ríku slegið saman reitum sínum og stofnað Arabísk-Ameríska olíufélagið (ARAM- CO). Til þessa hefur því ríkt nokkurt jafnvægi með báðum hinum engilsaxnesku olíustórveldum. Bretar hafa verið allsráðandi í Iran, en Bandaríkin í Arabíu. Stór- felld tækni Bandaríkjanna og blátt áfram ótæmandi fjármagn hefur valdið því, að þau standa þegar jafnfætis Bretlandi að því er snertir olíuvinnslu í Vestur- Asíu. Á 3 árum frá 1945—1948, sjöfölduðu Bandaríkin olíuframleiðslu sína í Arabíu, en Bretar fengu ekki aukið sína framleiðslu í Iran um meira en 20%. Á 11 mánuðum ársins 1949 unnu Bandaríkin 25 milljónir tonna af olíu í Arabíu, en Bretar framleiddu á öllu árinu 27 millj. tonna. Það var aldrei ætlun hinna banda- rísku olíufélaga að leyfa Bretlandi að vera einu um hituna í olíulindum írans. En vegna þess, að meirihluti verðbréfanna eru eign brezka ríkisins, liggja þessar eign- ir ekki lausar fyrir. Eina ráðið til að flæma Breta út úr olíuiðnaði Irans er því að þjóðnýta hann. Bandarísku olíufélögunum flökrar auðvitað ekki við slíkum „holsévisma" ef hægt er með því að gera keppinautum þeirra bölvun, en gefa þeim sjálfum kost á að seilast til valda og áhrifa í hinum þjóðnýtta olíuiðnaði. En bandarísku olíufélögin gáðu þess ekki, að þjóðnýting hins risavaxna olíu- iðnaðar mundi vekja öldu á lygnum sæ hins íranska þjóðlífs. Þjóðnýtingarhug- myndin hefur safnað allri alþýðu undir merki sín, vakið í landinu djúptæka þjóð- ernishreyfingu, sem ekki verður séð fyrir endann á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.