Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 87
ERELEND TÍMARIT 205 allt með hvaða farartæki sem er. Slíkt er ekki heppilegur undirbúningur fyrir þann sm ætlar að leggja stund á þá ýkjulist, úrvals- og æsingar- sem leiklistin er, sem sýnir áhorfendum lifandi persónur, hverja óljka annarri, allar ólíkar höfundinum ... En þó að skáldsagnahöfundar skrifi sjaldan höfuðverk fyrir leiksvið, þá færa þeir þó sviðinu nýtt efni og stundum frjóar tæknilegar nýjungar einmitt vegna reynslu- leysisins, og upp og ofan leikrit eftir mikinn skáldsagnahöfund tekur maður alltaf fram yfir venjuleg leikrit meðalleikritahöfundar ... Þessar almennu athugasemdir er gott að hafa í huga þegar reynt er að skilgreina leikrit Sartres. Höfundur getur síðan fyrri leikrita Sartres. Hann telur að í þeim öllum komi fram ástríða Sartres að halda uppi áróðri fyrir einhverri kenningu, en álítur að honum muni takast að sannfæra fáa með þessum áróðri sín- um heldur hafi sérhvert leikrita hans notið mestrar hylli þeirra sem voru sannfærðir fyrirfram. Hann getur tveggja nýjustu leikrita Sartres og telur að I nafni velsæmisins, sem er á móti kynþáttafordómum, hafi fallið í geð Evrópumönnum, sem yfirleitt eru fyrirfram andstæðingar kynþáttafor- dóma, og Flekkaðar hendur hafi náð mestri hylli í Ameríku, fyrirfram andkommúnískri. Síðan segir höfundur: Misheppnuð áróðursleikrit Ég efast ekki um að Sartre hafi í Flekkuðum höndum viljað vekja kommúnista til umhugsunar um hina skilyrðislausu hlýðni, og með í najni velsœmisins hafi hann viljað sýna mönnum sem haldnir eru kynþáttafordómum andstyggð kenningar þeirra í framkvæmd. En það er ekki auðvelt að sannfæra skoðanaandstæðing með listaverki, hversu vel gert eða hrífandi sem það er. „Já,“ munu kommúnistar segja frammi fyrir Flekkuðum höndum, „Hoederer er rutt úr vegi, af því hann þykir ekki lengur svara kröfum líðandi stundar, af því að pólitík hans, sem áður var gagnleg, er orðin skaðleg. Er hann þá myrtur? Slíkt er hægt að gera á leiksviði. Stjómmála- flokkur hefur aðrar aðferðir til að setja foringja af. Nú og hvers virði er eitt manns- líf þegar hugsjón er annars vegar. Hafið þér kannski viljað vekja samúð okkar með Hoederer? Það er varla sennilegt. En þá með Hugo? Uppgerðarbardagamanni, stjórnleysingja, sem hélt sig vera skæruliða, unglingi sem hefur farið að bögglast við að taka þátt í stjórnmálum og meira að segja lagt út í banatilræði til að losa sig við meinloku í sálinni, verkfæri sem er alltaf vísvitandi fómað af þeim sem nota hann. Hann var svartur sauður innan borgarastéttarinnar og gat ekki verið annað en svartur sauður í byltingunni! “ Að vísu er höfundinum frjálst að fá Hoederer einkaritara eins og Hugo. En hver á að trúa því að byltingarforingi velji staðgengil sinn úr hópi jafn-óreyndra og ístöðulausra byltingarsinna? Og hver á að trúa því að byltingarforingi láti viðgang- ast nærveru þessarar gáfnasljóu og ástleitnu léttúðardrósar Jessicu? Leikritahöf- undi er frjálst að leiða saman engla og djöfla: það er gaman, það er íþrótt, það er ef til vill dálítil list, svo framarlega sem maður ætlast ekki til að það sanni neitt... Það sem mér virðist einkum einkennandi um Sartre er að hann tekur hugmynd,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.