Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 63
ÆVI MITSJÚRINS 181 Á einum staff þar sem Mitsjúrin ræðir um erfðalögmál Mendels segir hann þetta: „Eftir margra ára reynslu mína í kynblöndun aldintrjáa virðist mér ungar kynblendingsplöntur því nær aldrei hafa ákveðna vel skilgreinda eiginleika, og því síður að hægt sé að segja nokkuð fyrir um annan og þriðja ættliff." Niður- stöður Mitsjúrins eru því í algeru ósamræmi við ályktanir Mendels af tilraunum sem hann gerði með kynblöndun tveggja ákveðinna baunaafbrigða og samskonar ályktanir fylgismanna hans af tilraunum sem þeir hafa gert með kynblöndun mis- munandi afbrigða af byggi, maís og brenninetlum. Þessar niðurstöður gilda aðeins fyrir þessi ákveðnu afbrigði og sömu ytri skilyrði. Slíkar tilviljanir geta einnig hent við kynblöndun trjáa, en undantekningar af þessu tagi geta ekki haft neina hagnýta þýðingu. Það eru aðeins viðvaningar í jurtarækt sem halda að Mendels- lögmál séu nokkurs virði.“ Gerð og eðli hinnar ungu kynblendingsjurtar er háð fjölda ytri skilyrða, svo sem loftslagi, einkum á meðan jurtin er í örum vexti. Það er margreynt að kímið getur líkzt öðruhvoru foreldranna meira eða minna eftir því hver hin ytri áhrif eru og einnig getur jurtin sjálf líkzt öðruhvoru foreldranna á víxl á meðan hún er að vaxa, og fer það mjög eftir því hver skilyrði jutin býr við. Það er hægt að benda á mörg dæmi þess að mismunandi þurrkun fræjanna áður en þeim er sáð hefur áhrif á það, hvoru foreldranna jurtin líkist meir, og mundi þetta atriði eitt nægja til að afsanna mendelslögmál. Engin jurt nær fullkomnun undir eins, heldur smátt og smátt, í mörgum stigum, fyrir fjölærar jurtir tekur það mörg ár að ná fullum þroska. Kynblönduff afbrigði af ræktuðum jurtum ganga fyrst í gegnum sömu stig og villtar jurtir áður en þau fá alla eiginleika og einkenni hinnar ræktuðu afbrigða. Þetta virðist vera í sam- ræmi við hið algilda bíógenetiska lögmál: að sérhver lífvera endurtekur á kím- stiginu eða fósturstiginu og fyrstu þroskaskeiðum eftir það allar þær formbreyt- ingar, sem kynþátturinn hefur gengið í gegnum á fyrri tímabilum. Það er því nauðsynlegt, þegar rætt er um arfgengi, að gera mun á einærum grasjurtum og fjölærum trjám. Það er feikilegur munur á þeim tíma sem þessar jurtir eru háðar áhrifum umhverfisins, þeim skilyrðum sem móta eiginleika jurtar- innar og valda því aff ný afbrigði hennar koma fram. Það er vissulega mikill mun- ur á lífsbraut baunarinnar, sem Mendel gerði tilraunir með eða hvaða afbrigðis sem vera skal af eplatrjám, sem geta haldið áfram að þroskast þangað til þau eru 20 eða jafnvel 30 ára gömul. Á þessum tíma tekur öll gerð eplatrésins, sem við getum gert ráð fyrir að sé kynblendingur tveggja afbrigffa, svo miklum breytingum að óþekkjanlegt er. Sum- ir eiginleikar hverfa gjörsamlega, svo að ekki vottar fyrir þeim þegar tréð er full- orðið, aðrir koma seint í ljós og þróast smátt og smátt. Það er mikill munur á því að rækta aldingarð með þekktum hagvönum, frjó- sömum tegundum eða að ala upp kynblendinga eða ný afbrigði og tegundir. Jurt- ir, sem eiga að gefa mikinn ávöxt þurfa ævinlega mikla umhirðu, frjósaman jarð- veg, plægingu, mikinn áburð o. s. frv. Gagnstætt þessu og gagnstætt því sem ráðlagt er venjulega í ritum um ávaxta-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.