Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 48
166 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR um mínum til haga og sjálfur bæla þá, segir drottinn Jahve. Ég mun leita að hinu týnda og sækja hið hrakta; binda um hið limlesta og koma þrótti í hið veika“ (34, 15—16). Fleiri dæmi hirði ég ekki að nefna úr ritum spámannanna, þó að mörg fleiri mætti til finna. Jafnframt því sem þeir láta sér hugarhaldið um rétta guðsdýrkun, þá er hún sífellt vakandi krafan um réttlæti, þeir fordæma alla ágengni, alla auðsöfnun á kostnað annarra manna. Þeir heimta sífellt rétt til handa þeim sem minni máttar eru. En þó að raddir spámannanna þögnuðu, þá fór því fjarri að orð þeirra týndust um leið. Bæði var það, að allmargir þeirra létu eftir sig í ritum sínum þann boð- skap sem þeir töldu mest um verðan, og þann veg komust hugsanir þeirra og kröf- ur fyrir eyru og augu almennings, og í annan stað voru tekin upp í lögmál þjóð- arinnar margskonar fyrirmæli sem ætla má að séu sprottin af þeim félagslegu kröfum sem spámennirnir höfðu gert. Þar er því margt fyrirmæla sem snerta sambúð manna, þar er bannað að balla rétti útlendinga, ekkna og annarra þeirra sem minni máttar eru í landinu. Bann er þar lagt við okri, jafnvel svo langt ganga fyrirmæli lögmálsins að þau banna að taka vexti af lánuðu fé, að minnsta kosti ef um samlanda var að ræða (V. Mós. 23, 19; sbr. II. Mós. 22, 25 og III. Mós. 25, 35—36). Verkamenn skyldu fá laun sín greidd að kveldi hvers vinnudags, og af sögunni um „verkamennina í víngarðinum" verður sennilegt að sú regla hafi verið haldin meðal Gyðinga á dögum Jesú. Veð mátti að vísu taka fyrir skuldum, en ekki mátti ganga hart að neinum í þeim sökum. Þannig var það t. d. að léti ein- hver yfirhöfn sína að veði þá mátti veðhafi ekki halda henni um nætur, svo að eigandinn hefði eitthvað til að breiða ofaná sig. Að minnsta kosti var þessi kvöð lögð á herðar veðhafa, ef við snauðan mann var að skipta. Þeir sem á ferð voru máttu að ósekju tína sér til matar vínber úr víngörðum annarra og kornöx af ökrum þeirra, og af frásögnum Nýjatestamentisins sjáum við, að þetta hefur verið gert. Þá hefur lögmálið inni að halda ýmis fyrirmæli sem tryggja rétt þræla, jafn- vel sýnist svo sem ekki hafi annað þurft að gera en að strjúka til að losna úr þrældómi, því að strokuþræla mátti ekki framselja (V. Mós. 23, 15—16). Því verður þannig ekki neitað, að lögmálið hefur inni að halda fjölmargt fyrirmæla sem miða að því að tryggja rétt þeirra sem minni máttar eru, þó að ég vilji ekki tef ja tímann hér með öllu lengri upptalningu. Að lokum langar mig þó til að drepa lítillega á enn ein fyrirmæli lögmálsins, þó að vitanlega sé það nú óþarft að gera það á þessari samkundu, en ég geri það líka aðeins vegna þess, að svo er að sjá sem Jesús hafi gert þessi fyrirmæli að einskonar stefnuskrá sinni, eða að minnsta kosti haft þau í huga þegar hann í upphafi starfs sfns gat um það hvert erindi sitt væri. Ég á hér við fyrirmælin um fagnaðarárið (III. Mós. 25). Fagnaðarár skyldi halda fimmtugasta hvert ár og skyldi þá skila aftur hverri þeirri jörð sem eigandinn hafði misst úr hendi vegna skulda. Að vísu voru fyrirmæli um það, að eigandinn gat leyst út jörð sína fyrr, ef ástæður hans leyfðu eða annar kom honum til aðstoðar, en í lengsta lagi gat nokkur nytjað annanra jörð til næsta fagnaðarárs, þá skyldi henni aftur skila.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.