Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 38
156 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR og hélt áfram að syngja. Kona kallaði hryssingslega út um glugga eitt- hvað sem hún heyrði ekki hvað var, en ómur raddarinnar hélt áfram að vera í loftinu kaldur og illúðlegur. Hún var komin á leiðarenda, í eitt af villuhverfum bæjarins. Stórt járnslegið hlið blasti við henni. Klukkuna vantaði tvær mínútur í 9. Það var of fljótt. Tefja tímann, tefja tímann, tefja tímann. Orðin hljómuðu í hug hennar viðstöðulaust, komu aftur og aftur án þess hún fengi aðgert. Hún sneri við, ranglaði aftur sömu leið og hún hafði komið, beygði fyrir næsta húshorn og gekk upp mjóa hliðargötu illa upplýsta. Hún hélt áfram að ganga mjög hægt eitthvað út í myrkrið. Ef maður gæti horfið í myrkrinu, týnzt — nei það var ekki hægt, á morg- un kæmi miskunnarlaus birtan aftur. Tefja tímann, tefja tímann, tefja tímann. Guð. Allt í einu fór hún að hugsa um guð. Hún nam staðar og sagði í hljóði við sjálfa sig guð. Hún leit ósjálfrátt til himins. „Biddu guð,“ hafði amma hennar sagt við hana þegar hún var lítil. Hún velti spurn- ingunni fyrir sér, hristi höfuðið og hló kalt, „guð. Nei.“ Hún hélt áfram. Það varð ekki umflúið, hún átti ekki á öðru völ, gat ekkert annað gert, aðstæðurnar kröfðust þess'. Þetta höfðu margar gert á undan henni. Bara það væri um garð gengið, bara það væri búið. Hún dró þungt andann. Hvernig skyldi henni reiða af. Og á morgun? — Það var eilífð til morguns. Þá mundi hún eftir því að það var eitthvað sem hún varð að gera á morgun, hún hugsaði um það dálitla stund en gat ekki munað hvað það var. Vindurinn hvein yfir höfði hennar, hrafn krunkaði í fjarska, hér voru engir á ferli nema ein kona sem leiddi skælandi krakka. Skyndi- lega fékk hún óstöðvandi löngun til að hugga barnið, en kom sér ekki að því. Bara að hún væri komin heim í sveitina, hver skyldi gefa Snata í dallinn hans. Hún þráði ákaft Snata og heimalninginn, þeir voru vinir hennar. Hún fann í anda kalt trýni hundsins við vangann. Það rifjaðist upp fyrir henni löngu liðinn atburður, þegar Snati meiddi sig í löppinni og kom beina leið til hennar, haltrandi á þrem fótum og lagði hausinn í kjöltu hennar eins og krakki sem hefur meitt sig. Og hún hafði búið um sárið vel og vandlega, og hún mundi ennþá þakklátt augnaráð hans. Hún hrökk upp úr hugleiðingum sínum, hvert var hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.