Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 18
136
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
kóreskra bænda, ætluð til þess að vekja ógn og skelfingu meðal þessara
varnarlausu útlaga. Herstjórnin hafði gert ráð fyrir, að leiðangri þess-
um myndi lokið á svona tveim mánuðum, en mótstaðan reyndist miklu
öflugri en nokkurn hafði órað fyrir. Víða fóru hersveitirnar hinar
mestu hrakfarir, og einn mánuðurinn leið af öðrum, án þess að refsi-
leiðangrinum yrði lokið. Það var komið langt fram á vetur, og ástand-
ið var ægilegt. 9. marz 1950 skrifaði bandarískur fréttaritari frá „New
York Times“ blaði sínu meðal annars á þessa leið:
„I mörgum héruðum Suður-Kóreu geisar nú ógnaröld, sem líklega á
sér engin dæmi í víðri veröld. Hvar sem stjórnarhersveitirnar rekast á
vopnaða menn, eru þeir umsvifalaust fluttir til næsta þorps, skotnir án
nokkurra réttarhalda og síðan hengdir upp í tré til uppbyggingar og
viðvörunar þeim, sem eftir lifa.“
En inn í þessi grimmdarfullu sláturstörf þurfti svo að blandast hinn
naprasti skopleikur. Samtímis því, að sveitaþorpin stóðu í björtu báli,
skotin gullu án afláts frá aftökusveitum Syngman Rhees og bændafólk
og leiguliðar var með harðri hendi rekið frá heimilum sínum víðs veg-
ar uin Suður-Kóreu, fæddist sú snjalla hugsun í heilum yfirboðara
Syngman Rhees, að einmitt nú væri alveg tilvalið að efna til „frjálsra
kosninga“ einu sinni enn. Hin virðulega Kóreunefnd Sameinuðu þjóð-
anna skyldi enn á ný fá að leggja blessun sína yfir eitt hinna frábæru
sveinsstykkja, sem vestrænir nýlenduherrar eru slíkir snillingar í að
setja á svið. Því miður hefur þessi snilli þeirra ósjaldan orðið til þess
að ávinna þeim hatur og fyrirlitningu Asíubúa, svo að þeir skyrpa um
tönn, þegar nefnt er „vestrænt lýðræði“, „þjóðabandalag“ eða annar
álíka viðbjóður.
Fyrri hluti aprilmánaðar 1950 einkenndist af slíkri óskaplegri ring-
ulreið, að þess eru naumast dæmi í allri sögu Kóreu, og er þá mikið
sagt. í fyrsta lagi hafði herleiðangur stjórnarinnar mistekizt í veru-
legum atriðum, skæruliðarnir hafið gagnsókn og uppreisnin breiðst út
til nýrra og nýrra héraða. í öðru lagi var þjóðfélagið á tjái og tundri
yegna hinna væntanlegu kosninga, sem stjórninni var nauðugur einn
kostur að láta fara fram. Þrisvar sinnum á hálfum mánuði hafði Syng-
man Rhee tilkynnt kosningadaginn, og aldrei bar honum saman við
sjálfan sig. Fyrst hafði verið ákveðið, að kosningarnar færu fram 10.
maí, svo áttu þær að verða síðast í júní, og að lokum átti að slá þeim