Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 51
KIRKJAN OG ÞJÓÐFÉLAGSMÁLIN 169 hefur verið þeirrar meiningar að einmitt þessi heimur sé sá vettvangur þar sem umsköpun sú, sem Jesús stefnir að á mannlegu lífi, eigi að fara fram. Enda segir ritningin okkur það, að auk þess sem okkur muni birtast nýr himinn, þá munum við einnig eignast nýja jörð, þar sem réttlætið mun búa (II. Pét. 2, 13). Þetta var sú von sem kristnir menn ólu í brjósti, vegna áhrifanna frá Jesú, þó að höfundur síðara Pétursbréfsins teldi ekki fært að gera ráð fyrir þessu fyrr en eftir lok þessa heims. Ef við svo aftur rennum huganum til Fjallræðunnar, þá er þar margt um mann- leg samskipti talað. Það er því miður ekki fært að taka það til athugunar allt, það tæki of langan tíma. Einu atriði má þó ekki ganga framhjá, en það eru orðin þessi: „Þér getið ekki þjónað Guði og mammon" (Lúk. 16, 13). Alla starfsævi sína átti Jesús í hörðu stríði við samtíð sína um mammonsdýrkun hennar. Um postulana er að vísu sagt að þeir yfirgáfu allt og fylgdu honum, og vafalaust gerðu það fleiri en þeir. Og af frásögnunum um líf hans og starf sjáum við það, að orð hans um þessa hluti urðu afdrifarík fyrir fleiri en þá sem gerðust nánir samstarfs- menn hans. Þar nægir að benda á söguna um Zakkeus. Þegar Jesús hafði átt tal við hann um erindi sitt og boðskap, þá gefur Zakkeus þá yfirlýsingu, sem bein- línis boðar alger stefnuhvörf í lífi hans. Og athyglisvert er það, að lífemisbetrun Zakkeusar snýst öll um afstöðu hans til fjármunanna annarsvegar, og annarra manna hinsvegar. Af því virðist óhætt að draga þá ályktun, að Jesús hafi ekki látið sér það í léttu rúmi liggja, hvernig háttað væri fjárhagslegum samskiptum manna. Sagan um ríka unglinginn sýnir okkur hinsvegar, að stundum bar það til, að sá fjötur, sem fjármunimir höfðu lagt um fætur manna, reyndist nógu sterkur til þess að loka fyrir þeim leiðunum til samfylgdar við Jesú. M. ö. o., hann barðist við mammon og sigraði stundum, en beið líka ósigur stundum. Við getum líklega bætt því við, að hann hafi oftast beðið ósigur, og hann gerir það enn; því að þó að í hans nafni sé boðað heilagt stríð við mammon, þá er það oft, líklega oftast, gert með þeim orðum er fara fyrir ofan garð eða neðan hjá þeim sem heyra eða lesa. Okkur er það satt að segja of tamt að tala með orðum ritn- ingarinnar, þó að þeir hlutir sem um er að ræða, hafi önnur nöfn nú en þegar hún var skrifuð, og hlytu því að skiljast öllu betur ef við notuðum nútímaorð í stað þeirra sem notuð voru á löngu liðnum tíma. Þannig held ég t. d., að ef Jesús hefði gengið um meðal okkar nú á dögum, þá hefði hann ekki talað um mammon sem höfuðóvin mannlífsins, ég held að hann hefði sagt að kapítalisminn væri versti vágesturinn, að við gætum ekki þjónað Guði og kapítalismanum. En svo að við snúum okkur nú aftur að Nýjatestamentinu, þá sjáum við að hinir fyrstu játendur Jesú höfðu með sér fullkomið sameignarskipulag. Um það segir svo: „En í hinum fjölmenna hóp þeirra sem trú höfðu tekið var eitt hjarta •og ein sál, og enginn þeirra taldi neitt vera sitt er hann átti, heldur var þeim allt sameiginlegt------— því að eigi var heldur neinn þurfandi meðal þeirra, því að -allir landeigendur og húseigendur seldu og komu með andvirði hins selda og lögðu fyrir fætur postulanna, og sérhverjum var úthlutað eftir því sem hann hafði þörf til“ (Post. 4, 32. 34 n.). Og þetta náði ekki einungis til þeirra sem bjuggu í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.