Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 21
KÓREA í STRÍÐI 139 völdum var sleppt lausum, hótunum og ofbeldisaðgeröum ótæpt beitt. Lögregla stjórnarinnar fór hamförum um borg og bý. Þetta var eins og að aka í kapp við tortíminguna yfir einnættan ís. Það varð að bera eða bresta. Og það brast — eins eftirminnilega og orðið gat. Kosningaþátttakan varð lítil, þrátt fyrir gríðarlegan áróður og vægð- arlausa smölun með aðstoð vopnaðs lögregluliðs. Víða í „rauðu hér- uðunum“ hindruðu skæruliðar og æstir smábændur og verkamenn hinn auðsveipari hluta kjósendanna í að komast á kjörstað. Aldrei hafði æsingin og ólgan í landinu náð öðru eins hámarki. Niðurstaða kosninganna 30. maí varð sú, að af 200 þingsœtum fengu stjórnarflokkarnir 38. í liin 162 sœtin völdust „óháðir“ af ýmsum gerðum — menn, sem líklegir voru dl að taka afstöðu gegn þeirri ger- spilltu ógnarstjórn, er ríkti í landinu. Ganga mátti að því vísu, að nýja þingið yrði engu síður óvirkt en hið gamla, sem hafði neitað að af- greiða fjárlög og yfirleitt hundsað lagafrumvörp stjórnarinnar. Þessi kosningaúrslit voru það alversta, sem fyrir gat komið — jafn- óviðunandi fyrir Seoulstjórnina og Bandaríkin. Fengi hið nýkjörna þing tækifæri til að koma saman, myndi deila stjórnarvaldanna og þingsins enn á ný verða auglýst fyrir opnu sviði og að líkindum magn- ast um allan helming. Að vísu gat forsetinn og stjórn hans samkvæmt stjórnarskránni setið sem fastast, hvað sem þingið sagði. En myndu ekki nýir árekstrar milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds fyrr eða síðar enda með dúndrandi falli stjórnarinnar? Til einhverra ráða varð að grípa, áður en hinu nýkjörna þingi ynnist tími'til að skipuleggja and- stöðuna. Og ráðið fannst — örþrifaráðið, sem hafði verið lengi í undir- búningi. Það byrjaði á sjónarspili fyrir rósrauðum tjöldum. Þann 1. júní — tveim dögum eftir kosningarnar — setti Syngman Rhee upp sína dáfegurstu lýðræðisgrímu og lét það boð út ganga, að stjórn hans hefði ákveðið að skríða til gagngerra umbóta á sviði landbúnaðarins. I fréttapistli frá Lake Success, sem prentaður var í blaðinu „Informa- tion“, lýsti Erling Bjöl þessu fagnaðarerindi með svo felldum orðumr „Hinn 1. júní var tilkynnt í útvarpinu í Seoul, að nú ætti að úthluta jarðnæði til meira en einnar milljónar leiguliða og sveitaverkamanna með því að framkvæma víðtæka skiptingu stórjarða. Eignarnám á landi vofði nú yfir 100 þúsundum stórjarðeigenda, en til endurgjalds-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.