Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 84
202 sem svo hefur verið nefnt, þ. e. sala virkjunarréttinda í hendur útlendinga, var raunverulega úr sögunni í lok fyrri heimstyrjaldarinnar. Einnig er rangt að tala um almennan flótta úr sveitunum á kreppuárunum milli styrjaldanna, eins og höf. gerir á bls. 255. Fossamálið, kreppan milli styrjaldanna og atvinnu- byltingin á síðari heimstyrjaldarárun- um eru merkileg viðfangsefni hvert um sig. Þau eiga sín föstu sæti í landssög- unni og má ekki rugla þeim saman, eins og gert er í þessari bók. Eins og ég gat um í upphafi, á sagan að vera um togstreituna milli gamla og nýja tímans, en persónurnar eru svo illa gerðar, að öll átök verða sviplítil og ósönn. Sagan skýrir að mjög takmörk- uðu leyti orsakir og eðli flutninganna úr sveitunum. Látum vera, þótt Þorgrímur á Höfða, fulltrúi gamla tímans, telji þá aðeins stafa af lausung og flysjungs- hætti, en raunverulega kemur ekki fram önnur skoðun í bókinni. Esekíel í Höfðakoti, sem er raunverulega fulltrúi þeirra, sem fara burt úr sveitinni, flytur til Djúpuvíkur, bara af því að hann „er orðinn leiður á þessum helvítis búskap“ og finnst „ólíkt þægilegra að gera það, sem manni er sagt, og þurfa ekki að vera að spekúlera sjálfur". Þóroddur, sonur Þorgríms á Höfða, er ákaflega þokukennd persóna. Hann dvelur um tíma í Danmörku og skrifar þaðan bréf, sem virðast harla óljós. Sagt er, að hann tali þar „um einhverjar stór- fenglegar framfaraáætlanir, sem hann ætlaði að koma í framkvæmd". Síðar, þegar vikið er að þessu, er svo talað um „framfaraanda" og „framfaraáhuga". Loksins kemur Þóroddur til íslands og selur útlendingum fossaafl í fæðingar- sveit sinni, en hyggst hefja togaraútgerð TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR í Djúpuvík. Hvort tveggja rennur þó út í sandinn. Hálfdan kaupmaður er fremur léleg vasaútgáfa af Pétri Þríhrossi og öðrum þorpseinvöldum. Kvenpersónur sögunn- ar eru allar mestu gufur nema helzt Valgerður á Höfða. Höfundi er tamt að nota sterk áherzlu- orð, sem verða þó alveg máttlaus, t. d. er lo. hræðilegur og ao. hræðilega mjög oft notuð þannig. Það veikir og tvímælalaust áhrif sög- unnar sem baráttusögu, að höfundur grípur til voveiflegra atburða og reyf- arabragða, þar sem frásögnin á að rísa hæst og sniðgengur þannig raunveru- lega þá lífsbaráttu, sem hann ætlar að lýsa. Þetta ber ekki að skilja þannig, að voveiflegir atburðir eigi ekki rétt á sér í skáldsögu, en eins og höfundur hagar frásögninni, verða þessir atburðir harla ósannir og tilbúnir. Ég bendi á þessi dæmi: 1) Þrúða fellur í gljúfrið. 2) Hengingartilraun Esekíels. 3) Veikindi Jonu, einmitt þegar átökin milli hennar og Þórodds voru að ná hámarki sínu. Bjargsig Esekíels, dauði Bergs og kæru- skjalið vegna embættisrekstrar Páls sýslumanns eru svipaðrar tegundar, en ekki eins áberandi. Allir hljóta þessir atburðir „happy end“, jafnvel dauði Bergs líka. Þó að miklir gallar séu á samsetningi sögunnar, frásagnarhætti og persónu- sköpun, er þó einn gallinn ónefndur enn. Málið á henni er sums staðar svo slæmt, að slíkt getur enginn íslenzkur rithöf- undur látið sér sæma. Eg bendi á þessi dæmi: Það hafði ekki gengið upp jyrir hon- um fyrr en núna (bls. 38). Vœri eitthvað óheppilegt skeS, var or- sakanna annað að leita (bls. 42).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.