Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Page 84
202 sem svo hefur verið nefnt, þ. e. sala virkjunarréttinda í hendur útlendinga, var raunverulega úr sögunni í lok fyrri heimstyrjaldarinnar. Einnig er rangt að tala um almennan flótta úr sveitunum á kreppuárunum milli styrjaldanna, eins og höf. gerir á bls. 255. Fossamálið, kreppan milli styrjaldanna og atvinnu- byltingin á síðari heimstyrjaldarárun- um eru merkileg viðfangsefni hvert um sig. Þau eiga sín föstu sæti í landssög- unni og má ekki rugla þeim saman, eins og gert er í þessari bók. Eins og ég gat um í upphafi, á sagan að vera um togstreituna milli gamla og nýja tímans, en persónurnar eru svo illa gerðar, að öll átök verða sviplítil og ósönn. Sagan skýrir að mjög takmörk- uðu leyti orsakir og eðli flutninganna úr sveitunum. Látum vera, þótt Þorgrímur á Höfða, fulltrúi gamla tímans, telji þá aðeins stafa af lausung og flysjungs- hætti, en raunverulega kemur ekki fram önnur skoðun í bókinni. Esekíel í Höfðakoti, sem er raunverulega fulltrúi þeirra, sem fara burt úr sveitinni, flytur til Djúpuvíkur, bara af því að hann „er orðinn leiður á þessum helvítis búskap“ og finnst „ólíkt þægilegra að gera það, sem manni er sagt, og þurfa ekki að vera að spekúlera sjálfur". Þóroddur, sonur Þorgríms á Höfða, er ákaflega þokukennd persóna. Hann dvelur um tíma í Danmörku og skrifar þaðan bréf, sem virðast harla óljós. Sagt er, að hann tali þar „um einhverjar stór- fenglegar framfaraáætlanir, sem hann ætlaði að koma í framkvæmd". Síðar, þegar vikið er að þessu, er svo talað um „framfaraanda" og „framfaraáhuga". Loksins kemur Þóroddur til íslands og selur útlendingum fossaafl í fæðingar- sveit sinni, en hyggst hefja togaraútgerð TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR í Djúpuvík. Hvort tveggja rennur þó út í sandinn. Hálfdan kaupmaður er fremur léleg vasaútgáfa af Pétri Þríhrossi og öðrum þorpseinvöldum. Kvenpersónur sögunn- ar eru allar mestu gufur nema helzt Valgerður á Höfða. Höfundi er tamt að nota sterk áherzlu- orð, sem verða þó alveg máttlaus, t. d. er lo. hræðilegur og ao. hræðilega mjög oft notuð þannig. Það veikir og tvímælalaust áhrif sög- unnar sem baráttusögu, að höfundur grípur til voveiflegra atburða og reyf- arabragða, þar sem frásögnin á að rísa hæst og sniðgengur þannig raunveru- lega þá lífsbaráttu, sem hann ætlar að lýsa. Þetta ber ekki að skilja þannig, að voveiflegir atburðir eigi ekki rétt á sér í skáldsögu, en eins og höfundur hagar frásögninni, verða þessir atburðir harla ósannir og tilbúnir. Ég bendi á þessi dæmi: 1) Þrúða fellur í gljúfrið. 2) Hengingartilraun Esekíels. 3) Veikindi Jonu, einmitt þegar átökin milli hennar og Þórodds voru að ná hámarki sínu. Bjargsig Esekíels, dauði Bergs og kæru- skjalið vegna embættisrekstrar Páls sýslumanns eru svipaðrar tegundar, en ekki eins áberandi. Allir hljóta þessir atburðir „happy end“, jafnvel dauði Bergs líka. Þó að miklir gallar séu á samsetningi sögunnar, frásagnarhætti og persónu- sköpun, er þó einn gallinn ónefndur enn. Málið á henni er sums staðar svo slæmt, að slíkt getur enginn íslenzkur rithöf- undur látið sér sæma. Eg bendi á þessi dæmi: Það hafði ekki gengið upp jyrir hon- um fyrr en núna (bls. 38). Vœri eitthvað óheppilegt skeS, var or- sakanna annað að leita (bls. 42).

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.