Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 10
128 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR dags. Hann var að vísu Kóreumaður að uppruna, en bandarískur þegn og hafði ekki stigið fæti á ættjörð sína um nokkra áratugi. Nú var hann fluttur yfir Kyrrahafið í bandarískri herflugvél haustið 1945. Án íhlut- unar Bandaríkjanna liefði þessi maður enga möguleika haft til þess að leika forustuhlutverk í Kóreu. „Þjóðþing“ Suður-Kóreu var til orðið upp úr kosningum, sem Bandaríkin knúðu fram í maí 1948 — einhverjar mestu endemiskosn- ingar, er sagan getur um. Vinstriflokkar og miðflokkar landsins börð- ust gegn þessum kosningum af alefli og neituðu að taka þátt í þeim, þar sem ljóst var, að með þeim var verið að lima landið sundur í tvennt, að líkindum til langframa. Það voru því flokkarnir yzt til hægri -—■ og þeir einir, er stóðu að þessum kosningum, sem að öllu leyti voru háðar undir merkjum þvingunar og ofbeldis. Á kosningadaginn mátti segja, að landið væri í fullu uppnámi, sem minnti á borgarastyrjöld. Háttvirtum kjósendum var smalað saman af vopnaðri lögreglu og rekn- ir í hópum á kjörstað, eins og fé er rekið til réttar. í sumum héruðum að minnsta kosti kom það upp úr dúrnum, að kjörseðlarnir voru tölu- settir og talan sett við nafn mannsins á kjörskránni um leið og hann kaus. Þó voru þetta auðvitað „frjálsar“ og „leynilegar“ kosning- ar, og eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna — hin svokallaða Kóreu- nefnd — lagði virðingu sína að veði fyrir því, að þarna væri rétt að öllu farið! Þúsundum var varpað í fangelsi kosningadaginn, nokkur hundruð drepnir og enn fleiri hundruð særðir. Þátttakan var lítil, svo sem vænta mátti, þrátt fyrir miskunnarlausa smölun. Sumir nefndu 30 af hundraði, aðrir enn lægri tölu. Kosnir voru 200 fulltrúar alls. Af þeim voru 84 stórjarðeigendur, 32 iðjuhöldar, 23 embættismenn frá stjórnartíð Japana. Afgangurinn var svo nokkrir ritstjórar hægriblaða og aðrir álíka íhaldsjálkar. 2 Síðar á þessu sama ári (1948) fóru fram aðrar kosningar — til þjóðarráðs Kóreu, eins og það er kallað. Þær kosningar fóru ekki ein- ungis fram í Norður-Kóreu, heldur um land allt — að vísu „neðan jarðar“ sunnan 38. breiddarbaugs, þar sem ekki var annars kostur.* * Annars staðar í bók sinni gerir höf. ýtarlega grein fyrir því, hvernig leyni- kosningar þessar fóru fram, en hér verður að sleppa því vegna rúmleysis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.