Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 36
154 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Ó, laufaskrúð, sem aldrei, aldrei deyr og aldrei kveður sumarfrjóa grein! Ó, hörpusveinn, sem aldrei, aldrei meir sérð imgu blómin fölna í skógarrein né lýkur þínum sæla söng um ási, er saklaus vakir, eilíf, björt og hrein og siheit bíður fersk og ávallt ung, svo hafin yfir hjörtu vor, er þjást við harmsins kvöl, og leiðadrungans mein, sem brenna sárt á enni angurþung. Hvert er það fólk, sem hér á hátíð snýr? Og hvert fer þessi djákn um grænan skóg í helgilund — og leiðir fórnardýr með laufasveig um flauelsmjúkan bóg? Og hvaða þorp i sælum sumarfrið við sólskinshæðir eða bjartan sjó er mannlaust þennan heiða helgidag? Æ, litla þorp, nú lykur eilíf ró þinn lóðarblett, og hér snýr enginn við að segja þór hið sanna um þinn hag. Hve tigin þessi mildu, mjúku snið! Marmarabjört og goðprúð æskuþjóð! Við eilífðanna aldaþunga nið ómar í hug þitt svala þagnarljóð. Þá kynslóð vor í myrkan grafargeim skal ganga þungum sporum ellimóð, þú lifir ung og sefar sorg og mein og flytur hverri öld þinn vinar-óð, það eitt, sem nokkru varðar þennan heim: „Hið fagra er satt — hið sanna fegurð hrein". Helgi Hálfdanarson þýddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.