Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 36
154
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Ó, laufaskrúð, sem aldrei, aldrei deyr
og aldrei kveður sumarfrjóa grein!
Ó, hörpusveinn, sem aldrei, aldrei meir
sérð imgu blómin fölna í skógarrein
né lýkur þínum sæla söng um ási,
er saklaus vakir, eilíf, björt og hrein
og siheit bíður fersk og ávallt ung,
svo hafin yfir hjörtu vor, er þjást
við harmsins kvöl, og leiðadrungans mein,
sem brenna sárt á enni angurþung.
Hvert er það fólk, sem hér á hátíð snýr?
Og hvert fer þessi djákn um grænan skóg
í helgilund — og leiðir fórnardýr
með laufasveig um flauelsmjúkan bóg?
Og hvaða þorp i sælum sumarfrið
við sólskinshæðir eða bjartan sjó
er mannlaust þennan heiða helgidag?
Æ, litla þorp, nú lykur eilíf ró
þinn lóðarblett, og hér snýr enginn við
að segja þór hið sanna um þinn hag.
Hve tigin þessi mildu, mjúku snið!
Marmarabjört og goðprúð æskuþjóð!
Við eilífðanna aldaþunga nið
ómar í hug þitt svala þagnarljóð.
Þá kynslóð vor í myrkan grafargeim
skal ganga þungum sporum ellimóð,
þú lifir ung og sefar sorg og mein
og flytur hverri öld þinn vinar-óð,
það eitt, sem nokkru varðar þennan heim:
„Hið fagra er satt — hið sanna fegurð hrein".
Helgi Hálfdanarson þýddi.