Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 73
MYNDLIST r v. MAGNÚS Á. ÁRNASON: Frá Osló-sýningunni 1951 Þeim, sem unnu að uppsetningu sýningarinnar í Kunstnernes Hus í Osló, varð það þegar í upphafi ljóst, vegna undirtekta norskra listamanna er að garði bár, að það yrðu höggmyndirnar íslenzku, sem mesta athygli mundu vekja. Og það er ein- mitt þetta atriði í árangri sýningarinnar, sem mig langar að gera að umtalsefni. Þaff skal strax tekið fram, að sýningin naut sín þar langtum hetur í heild en hér í Reykjavík, vegna hentugri húsakynna. Hér nutu málverkin sín vel, þau sem kom- ust í miðsali Þjóðminjasafnsins, en það varð einnig að hafa fjölda stórra mál- verka í hliðarherbergjunum, sem eru óhæf til þeirra hluta. I Kunstnemes Hus em tveir stórir salir nákvæmlega eins og með jafnri birtu allsstaðar. Hvert málverk naut sín því jafn vel. Þó var sá ljóður á, að vatnslitamyndir, teikningar og önnur svartlist komst þar ekki að og varð að finna því annan stað. Höggmyndimar voru að mestu þær sömu og hér voru sýndar; þó var einni sleppt, en sex bættust við, svo þær urðu 27 alls. Þremur stærstu myndunum var komið fyrir fyrir framan sýningarhúsið og settu þær strax svip sinn á umhverfið. Hinum var dreift um sýningarsalina háða, en nokkrar settar í fordyri. Þau, sem höggmyndirnar áttu, voru þessi: Ásmundur Sveinsson 7, Sigurjón Ólafsson 6, Rík- arður Jónsson 4, Tove Ólafsson 3, Magnús Á. Árnason 3, Gerður Helgadóttir 2, Gestur Þorgrímsson og Guðmundur Elíasson eina hvor. Það vakti óskipta athygli Norðmannanna hversu margvíslegt efni listamennirnir notuðu, því myndimar voru úr tré, málmi, marmara og ýmsum tegundum steina, steinsteypu, brenndum leir og bakaðri mold (terra-cotta) — og aðeins ein úr gibsi. Eða næstum allt úr var- anlegu efni. Það er ekki ætlun mfn að gera upp á milli íslenzkrar málaralistar og högg- myndalistar, enda væri slíkt alveg tilgangslaust. Á hinn bóginn verður því ekki neitað, að höggmyndalistin hefur alltaf setið á hakanum hjá okkur. Liggja til þess margar orsakir, en sú fyrst og fremst, að Islendingar hafa ekki enn lært að meta höggmyndalistina að verðleikum. Má það þó merkilegt heita, því hér hafa menn alltaf kunnað að meta haglega gerðan hlut og tréskurðar- og beinskurðarlist verið iðkuð frá alda öðli. Höggmyndalistin er þó ekki annað en beinn arftaki tré-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.