Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 73

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 73
MYNDLIST r v. MAGNÚS Á. ÁRNASON: Frá Osló-sýningunni 1951 Þeim, sem unnu að uppsetningu sýningarinnar í Kunstnernes Hus í Osló, varð það þegar í upphafi ljóst, vegna undirtekta norskra listamanna er að garði bár, að það yrðu höggmyndirnar íslenzku, sem mesta athygli mundu vekja. Og það er ein- mitt þetta atriði í árangri sýningarinnar, sem mig langar að gera að umtalsefni. Þaff skal strax tekið fram, að sýningin naut sín þar langtum hetur í heild en hér í Reykjavík, vegna hentugri húsakynna. Hér nutu málverkin sín vel, þau sem kom- ust í miðsali Þjóðminjasafnsins, en það varð einnig að hafa fjölda stórra mál- verka í hliðarherbergjunum, sem eru óhæf til þeirra hluta. I Kunstnemes Hus em tveir stórir salir nákvæmlega eins og með jafnri birtu allsstaðar. Hvert málverk naut sín því jafn vel. Þó var sá ljóður á, að vatnslitamyndir, teikningar og önnur svartlist komst þar ekki að og varð að finna því annan stað. Höggmyndimar voru að mestu þær sömu og hér voru sýndar; þó var einni sleppt, en sex bættust við, svo þær urðu 27 alls. Þremur stærstu myndunum var komið fyrir fyrir framan sýningarhúsið og settu þær strax svip sinn á umhverfið. Hinum var dreift um sýningarsalina háða, en nokkrar settar í fordyri. Þau, sem höggmyndirnar áttu, voru þessi: Ásmundur Sveinsson 7, Sigurjón Ólafsson 6, Rík- arður Jónsson 4, Tove Ólafsson 3, Magnús Á. Árnason 3, Gerður Helgadóttir 2, Gestur Þorgrímsson og Guðmundur Elíasson eina hvor. Það vakti óskipta athygli Norðmannanna hversu margvíslegt efni listamennirnir notuðu, því myndimar voru úr tré, málmi, marmara og ýmsum tegundum steina, steinsteypu, brenndum leir og bakaðri mold (terra-cotta) — og aðeins ein úr gibsi. Eða næstum allt úr var- anlegu efni. Það er ekki ætlun mfn að gera upp á milli íslenzkrar málaralistar og högg- myndalistar, enda væri slíkt alveg tilgangslaust. Á hinn bóginn verður því ekki neitað, að höggmyndalistin hefur alltaf setið á hakanum hjá okkur. Liggja til þess margar orsakir, en sú fyrst og fremst, að Islendingar hafa ekki enn lært að meta höggmyndalistina að verðleikum. Má það þó merkilegt heita, því hér hafa menn alltaf kunnað að meta haglega gerðan hlut og tréskurðar- og beinskurðarlist verið iðkuð frá alda öðli. Höggmyndalistin er þó ekki annað en beinn arftaki tré-

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.