Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 39
HOW YOU CAN LOVE... 157 aftur að fara? já nú mundi hún það. Hún mátti ekki koma of seint, jú koma of seint of seint of seint, samt sneri hún ósjálfrátt við og herti gönguna. Klukkan var orðin kortér yfir 9. Hún beit á jaxlinn, hún varð, varð, varð, hún skyldi, skyldi, skyldi, hvað sem það kostaði, hvað sem það kostaði. Hún varð að herða upp hugann. Á morgun yrði þessi nótt liðin og allt að baki eins og ljótur draumur sem hana hafði dreymt. Hljóðið í storminum lét í eyrum hennar eins og líksöngur — lík- söngur. Þurr sársaukafullur ekki brauzt upp úr hálsi hennar, augun voru þurr. Það var ekki vika liðin síðan hann dó. Skrítið að hann skyldi vera dáinn, ekki nema nokkrir dagar síðan hún hafði setið á rúmstokknum hjá honum og haldið í hönd hans, þá hafði hönd hans verið heit og lifandi, nú voru hendur hans dánar og stirðnaðar. Mjall- hvítar hendur krosslagðar yfir brjóstið, ískaldar. Hún reyndi að kæfa ekkann með því að kingja. Jæja, hann skyldi ekki þurfa að fara æru- laus ofan í gröfina, það ætlaði hún að sjá um, ef hann hefði lifað hefði hann komið því í kring sjálfur. Nú varð hún að bjarga heiðri hans hvað sem það kostaði, það var það síðasta sem hún gat fyrir hann gert. — „Látið hina dauðu grafa sína dauðu,“ stóð einhversstað- ar. Bull. Þeir sem lifðu urðu að deyja með þeim dauðu. ískaldur hroll- ur fór um hana, hún vafði fastara að sér kápunni, lagaði skýluklútinn á höfðinu, svipurinn varð einbeittur og hún greikkaði sporið. Hún var orðin villt, fann fljótlega rétta leið, og að skömmum tíma liðnum stóð hún fyrir framan stóra járnslegna hliðið rammgirt. Hún hrinti því upp á gátt, það féll í lás með brakandi hávaða. Hún gekk hratt eftir gang- stéttinni, sem lá upp að húsinu, fótatak hennar glumdi á steininum. Um leið og hún hringdi dyrabjöllunni hvarflaði það að henni að taka til fótanna og flýja, en hætti við það og beið átekta. Hún hafði ekki beðið lengi þegar forstofuhurðin opnaðist upp á gátt og karl- maður stóð í dyrunum. Hann rétti henni höndina, hann var loðinn á handarbakinu, hún fékk óbragð í munninn. Hann hálfdró hana inn í forstofuna. „Ósköp kemurðu seint ljúfan,“ sagði hann og kleip hana í annað brjóstið og skríkti ofurlítið um leið. „Já, ég tafðist,“ anzaði hún kalt og vatt sér liðlega undan. Hún fann fremur en sá sigurglampa í fljótandi augum hans, stuttan búk, glans- andi skalla og sjálfumglatt bros á þykkum vörum. Hann hengdi kápuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.