Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 17
KÓREA í STRÍÐI 135 pólitísk kreppa. Samkomulagið á milli forsetans og stjórnar hans ann- ars vegar og þjóðþings þess, er varð árangur ógnarkosninganna 1948, hins vegar, var orðið slíkt, að til stórvandræða horfði, enda þótt þingið væri skipað afturhaldsflokkum yfirstéttanna og þeim einum. Fyrstu mánuðir ársins 1950 markast einkum af tveim atburðum, er hvor um sig urðu örlagaríkir fyrir Syngman Rhee og stjórn hans. f fyrsta lagi varð það augljóst, að stjórnin hafði beðið herfilegan ósigur í viðureigninni við skæruliðasveitir uppreisnarmanna. í öðru lagi grípa nú Bandaríkin inn í rás viðburðanna og krefjast þess fyrir opn- um tjöldum, að leyst verði deila sú, er upp var komin milli löggjafar- valds og framkvæmdavalds, þ. e. milli þings og stjórnar. Sú deila skyldi leyst með nýjum kosningum. A því, að sá gordiski hnútur væri höggvinn sundur, valt það, hvort unnt yrði að tala um nokkra ríkis- skipun í Suður-Kóreu. Skal þá fyrst vikið að fyrra atriðinu: herferðinni gegn skærusveit- unum. Hún hafði verið hafin seinni hluta sumars 1949, og það var hún, sem seinkaði Kóreustyrjöldinni um nær því heilt ár, eins og síðar mun sýnt. Eftir fyrirmælum hinna bandarísku ráðgjafa var gerð áætlun um útrýmingu skærusveitanna. Því átti að vera lokið áður en vetur gengi í garð, og Syngman Rhee var hinn roggnasti og gortaði ótæpt fyrir fram af þessu afreki. Áætlunin skipti Suður-Kóreu niður í tiltekin svæði, og átti hver herdeild að hreinsa sitt svæði. Landherirnir áttu að njóta stuðnings bandarísks flughers. En þar sem vitað var, að almenningur í landinu var skæruliðunum hlynntur og aðstoðaði þá með ýmsum hætti, var það einn liður áætlunarinnar, að í þeim héruðum, þar sem skæruliðarnir áttu mestum stuðningi að fagna, skyldi fólkið rekið frá heimilum sínum og uppreisnarmennirnir þannig sviptir allri hjálp. Hernaðaraðgerðir þessar vöktu feikna reiði og andstyggð alþýðunn- ar. Hótunin um að leggja heimilin í auðn varð til þess, að enn fleiri hurfu til fjalla og gengu í flokk með skæruliðunum. Eigi að síður höfðu aðgerðir þessar hræðilegar hörmungar í för með sér. Á þjóð- vegum Suður-Kóreu varð nú krökkt af tötrum klæddu fólki, sem yfir- menn hersveitanna höfðu skipað að yfirgefa heimili sín innan fimm sólarhringa og hverfa á brott — enginn vissi hvert. Býli þessa fólks voru brennd til ösku. í trjánum með fram vegunum héngu lík suður-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.