Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 17
KÓREA í STRÍÐI 135 pólitísk kreppa. Samkomulagið á milli forsetans og stjórnar hans ann- ars vegar og þjóðþings þess, er varð árangur ógnarkosninganna 1948, hins vegar, var orðið slíkt, að til stórvandræða horfði, enda þótt þingið væri skipað afturhaldsflokkum yfirstéttanna og þeim einum. Fyrstu mánuðir ársins 1950 markast einkum af tveim atburðum, er hvor um sig urðu örlagaríkir fyrir Syngman Rhee og stjórn hans. f fyrsta lagi varð það augljóst, að stjórnin hafði beðið herfilegan ósigur í viðureigninni við skæruliðasveitir uppreisnarmanna. í öðru lagi grípa nú Bandaríkin inn í rás viðburðanna og krefjast þess fyrir opn- um tjöldum, að leyst verði deila sú, er upp var komin milli löggjafar- valds og framkvæmdavalds, þ. e. milli þings og stjórnar. Sú deila skyldi leyst með nýjum kosningum. A því, að sá gordiski hnútur væri höggvinn sundur, valt það, hvort unnt yrði að tala um nokkra ríkis- skipun í Suður-Kóreu. Skal þá fyrst vikið að fyrra atriðinu: herferðinni gegn skærusveit- unum. Hún hafði verið hafin seinni hluta sumars 1949, og það var hún, sem seinkaði Kóreustyrjöldinni um nær því heilt ár, eins og síðar mun sýnt. Eftir fyrirmælum hinna bandarísku ráðgjafa var gerð áætlun um útrýmingu skærusveitanna. Því átti að vera lokið áður en vetur gengi í garð, og Syngman Rhee var hinn roggnasti og gortaði ótæpt fyrir fram af þessu afreki. Áætlunin skipti Suður-Kóreu niður í tiltekin svæði, og átti hver herdeild að hreinsa sitt svæði. Landherirnir áttu að njóta stuðnings bandarísks flughers. En þar sem vitað var, að almenningur í landinu var skæruliðunum hlynntur og aðstoðaði þá með ýmsum hætti, var það einn liður áætlunarinnar, að í þeim héruðum, þar sem skæruliðarnir áttu mestum stuðningi að fagna, skyldi fólkið rekið frá heimilum sínum og uppreisnarmennirnir þannig sviptir allri hjálp. Hernaðaraðgerðir þessar vöktu feikna reiði og andstyggð alþýðunn- ar. Hótunin um að leggja heimilin í auðn varð til þess, að enn fleiri hurfu til fjalla og gengu í flokk með skæruliðunum. Eigi að síður höfðu aðgerðir þessar hræðilegar hörmungar í för með sér. Á þjóð- vegum Suður-Kóreu varð nú krökkt af tötrum klæddu fólki, sem yfir- menn hersveitanna höfðu skipað að yfirgefa heimili sín innan fimm sólarhringa og hverfa á brott — enginn vissi hvert. Býli þessa fólks voru brennd til ösku. í trjánum með fram vegunum héngu lík suður-

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.