Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 24
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR íngjum góðar veislur. Þess er vert að geta að rómversk-kaþólskir kínabúar eru taldir tíu miljónir; munu þeir uppá síðkastið vera í hæpnum teingsl- um við Róm og anda heldur köldu á milli; þó hafa þeir ekki verið settir útaf sakramentunum, að því ég best veit, enda mundi örðugt að veita kristnum dómi í Kínaveldi öllu þýngra högg en páfabann. En hvað er að segja af taóistum, sem um lángar aldir hafa haft með höndum þjóðkirkjuhlutverk í Kína- veldi, fullnægt daglegri trúarþörf manna með réttum blótum á réttum stað og tíma, annast um göfgun láng- feðga fyrir menn, helgað með yfir- saungum burð manna í heiminn, hjú- skap, útför og þvíumlíkt. Taóistamir hafa samið nauðsynleg hversdags- trúarbrögð handa fólki á sama hátt og þeir bjuggu til alskonar skrýtin meðul til að lækna flesta sjúkdóma. Þar sem búddismi, múhameðstrú og kristindómur eru altsaman aðskota- dýr, þá bjuggu taóistar út innanlands- trú handa fólki. Og þó að Tao-te-king sé sú bók þeirra sem mest er numin af hugsuðum og spekimönnum, þá hafa taóistar ýmsar aðrar bækur helgar, sem meir eru ætlaðar til almennrar hversdagsneyslu. Það lætur að líkum að taóistum hafi ekki geingið greið- lega að skilja af svo þeim hugfestist vesturevrópsk frjálslyndisstefna Sun- Yat-Sens í stjórnmálum ellegar hálf- kristinn, hálffascistiskur og hálfkon- fúsíanskur hugsanagrautur Chiang Kai-sheks; en þó hafa þeir líklegast átt einna bágast með að skilja hag- fræðilegar nítj ándualdarkenníngar frá London einsog marxismann. Enda fara litlar sögur af viðgángi taóism- ans á þessari öld. Flestir sem ég spurði um taóista og Taó tóku til að hvá skilníngslaust og virtust ekki kannast við neitt af þessu fólki né vita um hvaða stefnu ég væri að tala. Mér virtist mörgum góðum mönnum fara blátt áfram kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég sagði að ég hefði meðal annars verið taóisti mestan hluta ævinnar. Ég sagði að þó eing- inn kannaðist leingur við Taó í Kína, þá héldi Kína áfram að vera frægt af Taó jafnt fyrir því. En daginn áður en ég fór kemur Yeh rithöfundur vin- ur minn í gistihús mitt og segist hafa verið beðinn að aka með mér til musteris taóklerka. Það hafði þá altíeinu uppgötvast að þeir væru til. Við ókum útfyrir bæinn, komum í einhverskonar vesaldarlegt úthverfi með svip af venjulegu sveitaþorpi kínversku þar sem hrörnun og niður- níðsla virðist hafa ráðið ríkjum að minsta kosti í hundrað og fimtíu ár. Milli grárra snaraðra kofa með strá- þaki, akra í tröð, heystabba og ill- gresisbíngja, þræddum við krókóttar moldargötur sem virtust akfærar ein- gaungu vegna frostsins í jörðinni. Okumaður spurði sig áfram, snéri við aftur, leitaði að nýum troðníngum, 14
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.