Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Blaðsíða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Blaðsíða 27
ÞESSI HLUTUR EÐA TÓNLIST AF STREINGJUM bændahúsum en sumt grafið í jörð. Tugir líkneskja úr viði urðu þó eftir og mörg verðmæt skrín; þessa hluti höfðu soldátar til eldiviðar. Þar stóðu margir auðir stallar undan líkneskj- um musterisins. Þegar setulið Chiang Kai-sheks flúði úr Peking skildi það við musterið í rústum. Taóprestamir höfðu flestir flúið útá landsbygðina, margir gerst bændum daglaunamenn ellegar orðið snúningapiltar á sam- yrkjubúum, aðrir feingust við barna- kenslu. Sömu örlögum sættu taó- klaustur víðsvegar um landið. Taó kallar ekki, samt koma menn þángað, segir Bókin um veginn. A þessu ári, sagði múnkurinn, var látið boð út gánga af hálfu ríkis- stjórnarinnar að við múnkar skyldum snúa heim. Það hafði verið gefin út tilskipun um að musterið skyldi reist af grunni í upprunalegri mynd og klaustrið aft- ur gert að samastað bræðra. í einu musteranna sjö sá ég hvar stórum tré- kössum var hlaðið upp svo þeir næst- um fyltu húsið, og þegar ég forvitn- aðist um þessa vöru, sagði múnkur- inn að þetta væru líkneski og helgir dómar sem safnað hefði verið saman í eyðiklaustrum taóista í Fúkíen, skyldi nú reisa þessar líkneskjur hér á stalla í stað þeirra sem Chiang braut í eldinn. Múnkurinn gerði ráð fyrir að með vorinu mundi hið fornfræga musteri og miðgarður taóista í Kína standa endurreistur að fullu og jafn- vel fegurri en nokkru sinni áður. Jæa, hugsaði ég með mér: þegar allir voru búnir að gleyma Bókinni um veginn, og einginn vissi leingur um hvað var verið að tala þegar hún var nefnd, þá var það samt loksins Maó sem mundi eftir Taó. Taó lætur undan síga — en kemur aftur, segir í hinni fornu bók. Fyrir sautján árum skrifaði ég um Taó dálítinn söguþátt, sem ég hafði reyndar verið að glíma við síðan ég var únglíngur: Temúdjin snýr heim. Það er sagan um taómúnkinn Chu Chang Chun, sem sigraðist á mesta landvinníngamanni veraldarsögunn- ar, Djengis-khan. Mig minnir að í þætti mínum hafi ég kallað múnk þenna Meistarann Sing Sing Hó, og svo mun ég kalla hann nú þegar ég nefni hann næst áður en þessu spjalli er lokið. Á för minni kríngum hnöttinn hef ég tvisvar ratað í merkileg æfintýri. Hið fyrra skifti var í bókasafni mor- mónakirkjunnar í Utah þegar ég hélt á einum fágætasta og dýrmætasta bókfræðilegum gimsteini íslands, sem ég hafði verið að leita að í þrjátíu ár. Þetta merkilega rit finst hvergi skráð í opinberum söfnum íslenzkra bóka neinstaðar í heiminum, og ekki er heldur vitað um að það sé til í eigu nokkurs íslendíngs: Aðvörunar og sannleiksraust Þórðar Diðrikssonar, prentuð í Kaupmannahöfn. Síðara skiftið var þegar ég stóð fyrir framan tímarit máls oc mennincar 17 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.