Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Blaðsíða 104
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
íslenzkar stúlkur; myndin gerS aj V. Foul■
quier ejtir uppdrœtti höfundar.
Þegar prestur hafði hlustað á þessa
yfirgefnu konu, sagði hann við mig:
„Henni finnst Le Blanc farast illa við
sig að slíta ekki hjónabandinu, áður
en hann fór. Hefði hann gengið frá
skilnaðinum, væri allt í lagi, en nú
láðist honum það, og hún getur ekki
gifzt aftur.“
Þegar ég skildi, hvert var aðal-
áhyggjuefni ungu konunnar, datt mér
ráð í hug.
„Var Frakkinn ekki kaþólskur?“
spurði ég prest.
„Jú.“
„Voru þau ekki aðeins gefin sam-
an af lútherskum presti án milligöngu
franska konsúlsins í Reykjavík?“
„Vissulega, þetta var venjuleg ís-
lenzk hjónavígsla."
„Nú, jæja, þá er giftingin líka
ógild! Le Blanc var franskur þegn,
og hjá okkur gilda önnur lög en á ís-
landi. Konunni er alveg óhætt að
ganga í hjónaband, þar sem hún hef-
ur aldrei verið löglega gift.“
Prestur hugsaði sig um stundar-
korn og mælti síðan: „Þér hafið rétt
fyrir yður.“ En aumingja konan varð
allshugar fegin og ákvað að giftast
íslendingnum sínum, áður en vika
var liðin og gleyma þrjótnum Le
Blanc, sem var eflaust einnig búinn
að gleyma henni.
Þegar við komum aftur til Reykja-
víkur, sagði kvenfólkið: „Ykkur hlýt-
ur að finnast Reykjavík alveg dásam-
leg eftir allt fásinnið í Dýrafirði.“
Þær höfðu rétt fyrir sér. í litla höfuð-
staðnum var elskulegt fólk, dansleik-
ir, ferðalög um hraunið í nágrenn-
inu, og stundum var matazt undir
beru lofti, á grasbala við tjörnina —
og ekki má gleyma þeim dansleikjum
og veizlum, sem hið opinbera efnir
til. Það er einkum seinni hluta sum-
ars, sem svona mikið er um að vera.
Þegar við höfðum haldið kveðju-
dansleik um borð í Pandora, 21.
ágúst, var búizt til brottferðar. „Nú
kveður íslandssólin,“ sögðu íslenzkir
vinir, sem fylgdu okkur til skips, og
má það til sanns vegar færa. Franska
eftirlitsskipið kemur á vorin með
hækkandi sól, og fer um leið og fyrsta
stjarnan skín ...
GuSrún GuSmundsdóttir þýddi.
94