Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Blaðsíða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Blaðsíða 49
UM CURZIO frelsisherjanna: allt var falt í þessari borg þar sem hungrið hefur ríkt svo lengi, og ræður enn í fátækrahverf- inu í slakka Vomero-hæðar og niður að höfninni með eitthvert frægasta landslag heimsins sem leiktjöld fyrir sárustu neyð í hinum dimmu þröngu götum sem þeir kalla Bassi. Frásögnum Malaparte í þessari bók urðu margir reiðir eins og títt er þeg- ar listamenn mála myndir sem leiða athygli að nöprum sannleika. Lygi lygi, hrópa þeir blindu borgarar og ríghalda fyrir augun og formæla lista- manninum. Sumsstaðar geta þeir komizt upp með það að láta eins og snillingur sé ekki til eins og margt heiðursfólk gerði árum saman hér- lendis gagnvart bókmenntum Lax- ness og þeir eru til sem reyna jafnvel ennþá að komast hjá því að lesa bæk- ur hans enda þótt þeir eigi að heita læsir. Það er jafnvel til fólk hér á landi sem segir: iss nóbelsverðlaun, það eru nú svo margir sem fá þau, — og reyna að fella dóm heimsins úr gildi í sinni stofu, í sínum hreppi. Á Ítalíu voru þeir til sem héldu þeir gætu kveðið Malaparte niður með því að kalla hann tækifærissinna til þess að reyna að gleyma vesaldómn- um og skortinum og sultinum, og sjá ekki lengur fyrir augum sér hina litlu berfættu drengi scugnazzi sem hlaupa um göturnar í Napóli í erindum glæpamannanna svartamarkaðsins og hóruhúsanna. MALAPARTE V Ég sat eina nótt á svölum gistihúss í Napólí og gat ekki sofið og heyrði stundum hófatak horaðra hesta sem hlupu fyrir gömlum kerrum með rauðan skúf upp á milli eyrnanna og glamrandi aktygi með silfurlit, og ökumennirnir smelltu með keyrinu þegar þeir voru að aka rómantískum ferðamönnum heim af næturklúbbn- um Blái Hellirinn eða Græni Hellir- inn og ég var að horfa á hin litlu hor- uðu lífsreyndu börn hlaupa í tötrum og skítug um götuna fyrir neðan og toga í sjóliðana sem komu slagandi af hafnarknæpum og heyrði þau bjóða farmönnunum systur sínar til næturgamans. Og barnsraddirnar stigu hásar í jarðneskum kór upp í suðursins tæra himneska himin, þar sem englabörnin flétta tágakörfur handa storkinum. Sú nótt kemur alltaf í hugann þegar ég heyri talað um Napólí. VI Malaparte var fjölhæfur eins og toskanabúa sæmdi. í prósaverkum hans er ríkt næmi málarans fyrir myndgildinu í hinum skáldlegu sýn- um. Hann hefur líka samið leikrit, eitt nefnist Das Kapiial, Auðmagnið, leikið í París 1949, um ævi Karls Marx; og Anche le donne hanno perso la guerra (Einnig konurnar hafa tapað stríðinu) heitir annað 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.