Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Blaðsíða 26
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR spurði fleiri og fleiri gráskeggi sem voru að bera byrðar á sjálfum sér. Alveg nákvæmlega svona hafði ég altaf hugsað mér það, þegar farið væri að leita að Taó; eða einsog stendur í Bókinni um veginn: Taó er einsog vatn: það leitar til þeirra staða sem liggja lágt. Og altíeinu, í miðju þessu flata gráa vonleysi, komum við að gullnu hliði sem ekki var múrað uppí einsog annars er siður að gera við mörg hinna óútskýrðu gullnu hliða, sem rísa þegar minst varir, útum hvippinn og hvappinn, á laungu horfnum þjóð- brautum, til minníngar um einhverja keisaraheimsókn í forneskju. Þetta hlið sem í litskrauti sínu og sígildu keisaralegu útflúri var í algerðri mót- sögn við umhverfið, það var hliðið á musteri taóklerka í Peking. Þetta höf- uðmusteri samanstendur af sjö smærri musterum bak hárra múra sem standa hvert innar af öðru með því unaðslega hlutfalli milli húss og húsagarðs sem hvergi á sinn líka utan Kína. Sérhvert hús er gert í ómeing- uðum sígildum keisarastíl með íhvolf- um þökum úr gljábrendum leir, hver arða í innanstokksútflúrinu unnin af natni sem kínverskum listamönnum er í blóð borin. Þar standa þær líkn- eskjur guða og dýrlínga sem sanna flestum mönnum tilveru guðdómsins af meira krafti en skólaspeki fær gert; þar er jaðikeisarinn mestur guða og ræður fögru altari. Til hliðar við sjálf musterin rísa vistarverur klaust- urbræðra. Þann dag sem ég var þama á ferð var múgur manns, verkamenn, iðnaðarmenn og listamenn að starfi við endurreisn staðarins. Virtist þar hvergi sparað fé né erfiði til að gera upp alt aftur sem nákvæmlegast eins- og verið hafði til forna. Vistarverur sextíu klausturmanna var einnig verið að endurreisa. Yfirprestur klaustursins kom sjálf- ur á móti okkur fyrir innan hliðið og sýndi okkur staðinn. Þetta var yfir- lætislaus maður með fornkínverskan menntunarsvip, í skósíðum kufli með víðum laungum ermum og hafði ein- kennishatt embættis síns á höfði gerð- an úr spjöldum klæddum svörtu silki, heldur smáleitur með gisinn lángan hökutopp; og þegar ég sagði honum að Bókin um veginn væri útlögð á meira en hundrað mismunandi túng- ur vestrænar, svaraði hann: Hér í Kína eru líka meira en hundrað mis- munandi skólastefnur sem hver um sig útleggur Taó á sinn hátt. Taóistinn sagði okkur að klaustrið hefði nú verið í eyði um sinn, hefðu hermenn Chiang Kai-sheks haldið staðinn síðastir um nokkra ára skeið. Þeir brutu ölturin og eyðilögðu must- erin sjö, sum höfðu þeir fyrir skemm- ur, önnur fyrir eldhús. Þeim dýrgrip- um klaustursins sem fásénastir voru og verðmætastir hafði múnkunum tekist að koma undan þegar þeir voru reknir á braut, var mart falið í 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.