Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Blaðsíða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Blaðsíða 61
NICOLAE GRIGORESCU við kynnumst manninum býsna vel. Þessar myndir eru svo vel málaÖar, að ekki er hægt að efast um sannleiks- gildi þeirra. Það er enginn í vafa að myndirnar eru af listamanni, að mað- urinn sé góðlegur, nokkuð alvörugef- inn, en um leið svo einbeittur, að hann mundi ekkert láta aftra sér frá að framkvæma ætlunarverk sitt í líf- inu. List hans tók stöðugum þroska, og þegar hér er komið sögu, er hann á hátindi starfsævi sinnar. Enda held- ur hann nú hverja stórsýninguna á fætur annarri. 1873 hélt Listvinafé- lagið í Búkarest mikla sýningu og átti Grigorescu þar hundrað myndir. Þessar myndir vöktu athygli þeirra, sem helzt voru dómbærir á þá hluti þar í borg. Um næstu áramót hélt hann svo sjálfstæða sýningu með 300 myndum. Þær voru með ólíkustu við- fangsefnum, svo sem landslag, kyrra- lífsmyndir og blóm, en það sem mesta eftirtekt vakti og nýtt var í rúmenskri list, voru hinar fjölmörgu myndir af alþýðufólkinu og sveitalífinu í sínu margþætta formi. Nú ferðaðist hann til Ítalíu og mál- aði hvar sem hann kom, á Sikiley, í Kalibríu, Napólí og Róm, en síðan hélt hann enn til Frakklands. Og þar var hann enn er Rúmenar hófu stríð- ið fyrir sjálfstæði sínum gegn Tyrkj- um. Flýtti hann sér þá heim og fór beint á vígvöllinn, ekki samt með sverð eða byssu í hönd, heldur pensil- inn eins og vant var. Hér sjáum við þenna friðsama mann í nýju ljósi. Persónulega er mér illa við að horfa á allar stríðsmyndir, en hinu verður ekki neitað, að myndir hans frá þessu tímabili eru gerðar af hinni mestu snilld. Hér opnaðist honum mögu- leiki til að sýna það, sem oft vantar í margar af myndum hans: kraft og hreyfingu. Ég veit ekki hvort þessi at- riði eru svo sérstaklega mikilvæg í list, það fer mest eftir skapferli manna, en á hinn bóginn er það skemmtilegt, ef listamaðurinn getur sýnt að hann á þetta til, því það eyk- ur á fjölbreytnina og fjölhæfnina. Hann dró enga fjöður yfir ógnir og hrylling stríðsins, hann var þar eins sannur og í öllu öðru, sem hann tók sér fyrir hendur. Að stríðinu loknu fór Grigorescu enn til Frakklands og dvaldi þar sjö ár samfleytt, frá 1880 til 1887, en málaði þá einkum við strendur Bre- tagne-skagans. Síðasta ár sitt þar hélt hann sýningu í París, sem fékk fram- úrskarandi viðtökur hjá blöðunum og gagnrýnendunum. Sama árið fór hann til Búkarest og hélt þar sýningu á meira en tvö hundruð myndum við hinar ágætustu viðtökur. Hann var nú orðinn fimmtugur og hætti að mestu utanlandsferðum. Og nú málaði hann árum saman einkum í héröðunum við rætur Karpatafj all- 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.