Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Blaðsíða 32
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR tveimur öldum. Þegar frá eru taldir þeir munir, sem geymdir eru á forn- menjasafninu í Reykjavík og nokkr- um byggðasöfnum úti á landi, eru allar heimildir um sögu íslendinga, bæði heima og erlendis, gerðar úr því efni, sem viðkvæmast er fyrir hinni sívinnandi tönn tímans: bókfelli og pappír. Af einhverjum ástæðum hafa ís- lendingar ávallt, jafnt í velgengni sem niðurlæging, virt hið ritaða orð framar flestu. Við virðumst í þeim skilningi vera einhver mesta bókstafs- trúarþjóð veraldar. Allt frá því ritöld hófst hér á Iandi í byrjun 12. aldar höfum við skrifað eins og við ættum Iífið að leysa, eins og hið skráða orð yrði okkur eitt til afbötunar á dóms- degi. Og þegar við lítum hlutlaust á málið, þá virðist það ekki fjarri réttu lagi, að ritlistin, störf okkar við skriftir, hafi forðað okkur frá menn- ingarlegri og þjóðlegri tortímingu. Hinn mikli handritaauður íslenzkur, sem komizt hefur á söfn bæði hér heima og erlendis er ólygnastur vott- ur um skriftargleði íslendinga, og þessi bókiðja var ekki atvinna skrift- lærðrar yfirstéttar eða menntamanna- stéttar, margir þeirra, sem mestu hafa skilað í frumsömdum verkum og af- ritum, voru ólærðir fátæklingar, sem bárust á milli ómagaframfærslu og bjargálna. Sakir þess hve heimildir sögu okk- ar eru miklu bóklegara eðlis hlutfalls- lega en títt er með öðrum þjóðum, þá er auðsætt að okkur er lífsnauðsyn á að geyma og varðveita sem bezt allt það, sem til er skráð á íslandi. En sagan um varðveizlu íslenzkra hand- rita og söguheimilda er einhver raunalegasti þáttur íslenzkrar þjóðar- sögu, og hefur svo verið í aldir aftur og allt fram á þennan dag. Þar hefur oltið á ýmsu, furðulegustu slysförum íslenzkra söguheimilda og hirðuleysi fslendinga og tómlæti um skilríki sögu sinnar. Klaustur, kirkjur og biskupsstólar voru um langan aldur helztu griða- staðir íslenzkra söguheimilda, en elds- voðar urðu þeim oft að grandi. Frá 1309 til 1630 urðu fjórir eldsvoðar í Skálholti og í hvert skipti brann mik- ill fjöldi handrita og skjala, árið 1709 brann biskupsstofan á Hólum og fór- ust þá bréfabækur Björns Þorleifsson- ar biskups. Á 19. öld brann amt- mannsbústaðurinn á Möðruvöllum tvisvar, árið 1826 og 1874, og glötuð- ust öll embættisskjöl norður- og austuramtsins. En stundum urðu handrit íslend- inga tortímingunni að bráð af manna- völdum. Þegar menn Danakonungs lögðu undir sig klaustrin á 16. öld, týndist margt skjala og handrita í gripdeildunum. Heimildir eru til um það, að Helgafellsklaustur hafi í lok 14. aldar átt 25 helgisiðabækur, 35 norræn rit og um 110 ónafngreind rit. Rúmlega tveimur öldum síðar lætur 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.