Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Blaðsíða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Blaðsíða 99
Á FERÐ UM SVEITIR ÍSLANDS fara ekki af baki nema einu sinni á dag til að skipta um hesta. Þegar við nú komum að bæ, flykktist fólkið af engjunum með hrífur sínar og orf, krakkarnir klifruðu á bak einhverjum hestinum til að verða jafnfljótir þeim fullorðnu og allir hópuðust utan um okkur. Þegar ég vildi ekki stíga af baki, gekk bóndi ásamt konu sinni fram fyrir hópinn, dró upp fleyg með kornbrennivíni og skenkti í lítið staup, sem hann dreypti hátíðlega á og fékk mér síðan. Ég drakk út, rétti honum staupið, þrýsti hönd hans og sagði tack. Þá gekk kona hans fram og bauð mér sykrað bygg af skörð- óttri undirskál; ég tók nokkra mola og þakkaði henni með handabandi eins og bóndanum. Stundum kyssti ég þær fyrir og kunnu þær því vel. Síðan bauð ég öllum favel, og reið greitt af stað. Á þennan hátt gerði ég þessu ágæta fólki til hæfis, án þess að eyða of miklum tíma. Ég neyddist þó til að afnema þennan sið með öllu eftir að sequens hafði enn einu sinni drukkið sig svínfullan til heiðurs löndum sín- um, en þó aðallega romminu, sem ég átti eftir. Þann morgun fór ég á fætur klukkan fimm, staðráðinn í að stanza ekki nema rétt til að hvíla hestana. Ferðinni var heitið að Kallaðarnesi, kirkjustaðar á suðvesturlandi. Klukk- an þrjú um daginn erum við staddir á mishæðóttri sléttu, er við sjáum einhverja fylkingu stefna í sömu átt og við. í fararbroddi fór hestur með aflanga byrði á bakinu og var oftast svo sem hundrað metra á undan hin- um. Næst þegar hann kom upp úr dæld, reyndi ég árangurslaust að greina hvers kyns klyfjar hann var með. Þarna voru um þrjátíu manns á ferð, karlar, konur og börn og sægur af hundum, allir virtust elta trússhest- inn með ópum og óhljóðum, er runnu saman við gjammið í hundunum. Ég hinkraði við eftir hinni háværu hjörð. Hesturinn, sem á undan fór, stanzaði hjá mér, og ég sá þá, að hann var með líkkistu, sem hafði snarast á sprettinum og var í þann veg að renna undir kvið skepnunnar. Líkfylgdina bar að í sama bili, en aðra eins jarðarför hefi ég aldrei séð. Menn hlutu að hafa lagt upp með líkið árla morguns og komið við á hverjum bæ. í fyrstu hafa allir verið hnuggnir, en er leið á daginn, drukknaði sorgin í ótal brennivíns- tárum. Allir virtust hreyfir af víni, jafnvel unglingarnir. Menn hópuðust utan um mig, og það kom vatn í munninn á sequens, sem reiddi sig á örlæti mitt og eygði langþráð tæki- færi til að væta kverkarnar, en ég lét engan bilbug á mér finna. Einn maðurinn fór af baki og hag- ræddi kistunni og síðan hélt þessi óskipulega líkfylgd áfram að Kallað- arnesi. Þetta atvik varð til þess, að ég breytti áætlun minni. Mig langaði ekki til að sofa í kirkjunni hjá líki, 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.