Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Blaðsíða 55
VOFA ATVINNULEYSISINS RÍÐUR HUSUM
þyrfti aðstreymi atvinnuleysingja úr
öðrum fylkjum, sem sækja til New
York, vegna þess að atvinnuleysis-
bætur og framfærslustyrkir eru þar
hærri en í flestum öðrum fylkjum
Bandaríkjanna.
Barátta verkalýðshreyfingar og
frjálslyndra stjórnmálamanna í
Bandaríkjunum fyrir atvinnuleysis-
tryggingum hefur nú borið þann ár-
angur, að 83 af hundraði launamanna
njóta þeirra. Tryggingarféð er mis-
munandi eftir fylkjum, frá fimm doll-
urum uppí 55 dollara á viku. Bætur
eru greiddar í 18 til 26 vikur, þeir
sem lengur eru atvinnulausir verða
að leita á náðir framfærsluyfirvald-
anna. Það kostaði harða baráttu að
koma atvinnuleysistryggingunum á,
en nú er almennt viðurkennt að þær
hafa átt drjúgan þátt í því að milda
hagsveiflur síðustu ára í Bandaríki-
unum. Atvinnuleysingjum er ekki
lengur varpað á guð og gaddinn, þeir
fá nokkuð fé handa á milli, og sú
kaupgeta, þó takmörkuð sé, á sinn
þátt í að hindra að sérhver afturkipp-
ur í atvinnulífinu snúist upp í harða
kreppu.
í boðskap um efnahagsmál, sem
Eisenhower forseti sendi Bandaríkja-
þingi 20. janúar, lætur hann í ljós
von um skjótan afturbata í atvinnu-
málum. Að dómi New York Times
„byggist það traust að verulegu leyti
á auknum útgjöldum til landvarna,
sem líkleg eru til að hafa þau áhrif
að fyrirtæki hætti að lifa á birgðum
sínum“. Það er kvdðvænleg stað-
reynd, að stjómarvöld Bandaríkj-
anna skuli reiða sig á hervæðinguna
til að forða kreppu. Um þetta farast
brezka V erkamanna flokksforingj an-
um Aneurin Bevan svo orð:
„Það hryggilegasta við ástandið í
Bandaríkjunum er að allir helztu hag-
fræðingarnir virðast aðhyllast þá
kenningu, að áhrifamesta ráðið til að
forða kreppu sé að hækka hernaðar-
útgjöldin.
Mér finnst það hörmulegt, að
Bandaríkin skuli ákveða að hækka
fjárframlög til hermála, ekki af hrein-
um hernaðarástæðum, heldur til að
biarga atvinnulífi sínu og komast hjá
kreppu, sem gæti orðið eins hörð og
sú á fjórða tugi aldarinnar. . .. Ekki
getur hjá því farið að mönnum verði
á að huasa. að í Washington sé bar-
izt með hnúum og hnefum gegn af-
vopnun. bví þar hafa menn fyrir aug-
um bióðfélag, sem tekur auknum
hernaðarútajöldum fegins hendi í
stað þess að skelfast þau.“
(Heimildir: New York Times 20., 21.,
23. og 26. jan. þ. á. U. S. News & World
Report 20. des. 1957. Tribune 1. febr. þ. á.)
45