Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Blaðsíða 79
Á FERÐ UM SVEITIR ÍSLANDS
Lestin leggur aj stað; myndin gerð aj V. Foulquier ejtir uppdrœtti höfundar.
Að því búnu jós hann það moldu með
berum höndum og laugaði það tár-
um.1
Þetta var heldur dapur inngangur
að dvöl minni, en sorgardagar á ís-
landi eiga eitthvað skylt við flugu,
sem dettur í blekpoll: maður greinir
hana naumast frá vökvanum, sem hún
drukknar í.
III
[Nougaret hvílir sig nokkra daga
í höfuðstaðnum, en tekur síðan að
undirbúa ferð austur um sveitir. Sam-
ferðamenn hans, Englendingarnir,
voru lagðir af stað austur að Geysi á
skástu hestunum, sem völ var á í
Reykjavík. Hann nær sér þó í tíu
klára og leggur upp einn morgun frá
Austurvelli með fylgdarmann og nesti
til 40 daga. Þeir halda austur yfir
Mosfellsheiði í ausandi rigningu,
hestarnir eru óþekkir en höf. dáist
að fótfimi þeirra og ratvísi. Það stytt-
ir upp, þegar hallar niður af heiðinni
og Þingvallavatn birtist „sem blár
silkiklútur, og Þingvallakirkja spegl-
ast í Oxará líkust svörtum svan.“
Leiðin niður Almannagjá virðist höf-
undi liggja beint til Orfeusar í undir-
heimum.] — Til beggja handa rísa
hamraveggir allt að 140 feta háir og
í þá hefur náttúran sjálf mótað furðu-
legustu kynjamyndir, bogaglugga,
skrautsvalir, turnspírur og vígskörð
eins og á miðaldakastala. Hófatak
hestanna heyrðist ekki á grasigrón-
um gjábotninum, og ósjálfrátt leit ég
upp og skyggndist eftir brynjuðum
verði í einum turninum; ég hleraði
eftir lúðurhljómnum, sem boðaði
komu mína og bjóst á hverri stundu
við að sjá hallargreifa birtast á svöl-
unum. En í turnunum sátu aðeins
máfar og blökuðu stórum vængjun-
1) Þann 4. ágúst er jarðsungin í Reykjavík af séra Ólafi Pálssyni frú Oline Frederikke
Qausen fædd Hagen, kona Clausens sýslumanns í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Hún lézt af
barnsburði 28. júlí 29 ára gömul. Sýslumannshjónin voru búsett í Hafnarfirði.
69