Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Blaðsíða 100
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Líkfylgd í Flóanum; myndin gerð af V. Foulquier eftir uppdrœtti höfundar.
sem hafði verið á hrakningum í heil-
an dag, og er ég hafði athugað landa-
bréfið, afréð ég að halda yfir Sogið1
■og niður í Bakkarholtshverfi.
Við komum ekki að ánni fyrr en
klukkan níu um kvöldið. Skammt
þaðan var kirkjustaður, og sequens
hélt, að ég myndi beiðast gistingar.
Hann bað prest að leggja að mér að
vera, og aumingja maðurinn reyndi
að halda aftur af mér, eins og hann
gat, en ég sat við minn keip. Þegar
hann sá, að ég var staðráðinn í að
halda áfram, bað hann mig að þiggja
að minnsta kosti kaffisopa. Ég tók
nærri mér að neita, en í ána lögðum
við kaffilausir — aðeins til að hrella
sequens.
Sogið kemur úr Þingvallavatni og
er eitt stærsta fljót á íslandi. Ég hélt,
að ég myndi missa helminginn af
hestunum, sem voru þreyttir, en allir
komumst við yfir heilir á húfi, eftir
talsvert slark. Við héldum sem leið lá
niður í Bakkarholtshverfið, en þar er
mýrlent ofan til. Á hægri hönd rís
Ingólfsfjall, langur móbergshryggur
með hrikalegum klettabeltum, sem úr
höfðu hrunið heil björg og oltið nið-
ur á láglendið. Á vinstri hönd byltist
fljótið í klettóttu gljúfri með miklum
gný. Loft var skýjað, og á miðnætti
var orðið aldimmt og tekið að rigna.
Hestarnir voru að örmagnast, og
sjálfur var ég uppgefinn. Við höfð-
um verið á hestbaki frá því klukkan
fimm um morguninn, og ég hafði
ekki gefið mér tíma til að borða ann-
að en brauðsneið með osti, um leið
og ég lagði af stað. Raunamæddur
hugleiddi ég, hve tilraun mín til að
kenna sequens bindindi, kæmi hart
niður á sjálfum mér.
Ég þráði ákaft að finna einhvern
bæ, en það gat orðið erfitt í myrkr-
inu. En ég hafði gleymt vesalings
Loulou, hundi sequens. Maður freist-
ast til að halda, að skepnurnar í
1) Hér mun N. brengla nöfnum, því a'ð hann hefur farið yfir Hvítá á ferju.
90