Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 100

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 100
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Líkfylgd í Flóanum; myndin gerð af V. Foulquier eftir uppdrœtti höfundar. sem hafði verið á hrakningum í heil- an dag, og er ég hafði athugað landa- bréfið, afréð ég að halda yfir Sogið1 ■og niður í Bakkarholtshverfi. Við komum ekki að ánni fyrr en klukkan níu um kvöldið. Skammt þaðan var kirkjustaður, og sequens hélt, að ég myndi beiðast gistingar. Hann bað prest að leggja að mér að vera, og aumingja maðurinn reyndi að halda aftur af mér, eins og hann gat, en ég sat við minn keip. Þegar hann sá, að ég var staðráðinn í að halda áfram, bað hann mig að þiggja að minnsta kosti kaffisopa. Ég tók nærri mér að neita, en í ána lögðum við kaffilausir — aðeins til að hrella sequens. Sogið kemur úr Þingvallavatni og er eitt stærsta fljót á íslandi. Ég hélt, að ég myndi missa helminginn af hestunum, sem voru þreyttir, en allir komumst við yfir heilir á húfi, eftir talsvert slark. Við héldum sem leið lá niður í Bakkarholtshverfið, en þar er mýrlent ofan til. Á hægri hönd rís Ingólfsfjall, langur móbergshryggur með hrikalegum klettabeltum, sem úr höfðu hrunið heil björg og oltið nið- ur á láglendið. Á vinstri hönd byltist fljótið í klettóttu gljúfri með miklum gný. Loft var skýjað, og á miðnætti var orðið aldimmt og tekið að rigna. Hestarnir voru að örmagnast, og sjálfur var ég uppgefinn. Við höfð- um verið á hestbaki frá því klukkan fimm um morguninn, og ég hafði ekki gefið mér tíma til að borða ann- að en brauðsneið með osti, um leið og ég lagði af stað. Raunamæddur hugleiddi ég, hve tilraun mín til að kenna sequens bindindi, kæmi hart niður á sjálfum mér. Ég þráði ákaft að finna einhvern bæ, en það gat orðið erfitt í myrkr- inu. En ég hafði gleymt vesalings Loulou, hundi sequens. Maður freist- ast til að halda, að skepnurnar í 1) Hér mun N. brengla nöfnum, því a'ð hann hefur farið yfir Hvítá á ferju. 90
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.