Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Blaðsíða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Blaðsíða 50
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR leikrit hans, fyrst leikiö á alþjóða- leiklistarhátíð Feneyja 1954; hið þriðja Sexophone, músikrevía; enn- fremur samdi hann einþáttung um ævi Proust, rithöfundarins fræga og franska, og sá þáttur var fluttur í París undir stjórn Pierre Fresnay sem er einn frægustu leikara Frakka. Tvær ljóðabækur eru til eftir Mala- parte, og kynstur af greinum og rit- gerðum um sundurleit efni, hann var um skeið aðalritstjóri La Stampa nokkru fyrir valdatöku fasista. Fyrir 1920 hafði Malaparte verið diplomat og starfaði í ýmsum sendi- ráðum ítala. Malaparte gerði eina kvikmynd, samdi bæði filmritið sem myndin er byggð á, tónlistina sem fylgir og stjórnaði tökunni og leiknum sem er áhrifamikill enda hafði hann einn af ágætari leikurum ítalskra kvikmynda í aðalhlutverkinu: Raf Vallone. II Cristo Proibito heitir myndin, í henni er ofurhægur og þungur rytmi, rás atburðanna er svo sein og kremj- andi en myndatakan er þrungin plast- isku gildi. Til er málverk eftir Man- tegna í Brerasafninu í Milano: þar sér undir iljar Krists þegar hann hef- ur verið tekinn af krossinum og ligg- ur endilangur á borði sem nær upp- eftir öllum myndfletinum en myndin er öll á langveginn, þetta er ekki Guðsmynd heldur mannsinsson á lík- fjölum, ógleymanlegt málverk þeim sem líta það augum. Þetta málverk hefur áreiðanlega verið í huga Mala- parte þegar hann gerði magnaðasta þátt myndarinnar, og það vitnar um hve mikill filmari Malaparte var að hann rís undir innblæstrinum frá þessum mikla renisansmeistara sem höfðar framar öðrum málurum til vitsmuna skoðandans. Kvikmynd þessi segir söguna af þunglyndum manni sem kemur heim úr stríðinu. Bróðir hans hafði verið skæruliði á móti Þjóðverjum, sá var svikinn í hendur óvinanna af ein- hverjum félaga sinna. Hver var svik- arinn? Sögupersónan er alltaf að ganga um þorpið og lítur af andliti á andlit: var það þessi sem sveik bróð- ur minn? Sú leit eitrar allt líf í þorp- inu, það er lítið, þar þekkjast allir. Blóð hins svikna hrópar á hefnd. Hrópar á dauða Júdasar. Einrænn trésmiður gengur undir sverð hefn- andans, þykist hafa framið svikin. Fórnar sér svo blóðinu verði úthellt sem þarf til friðþægingar samkvæmt ritúalinu, hinu elzta í heimi: auga fyr- ir auga ... Og þegar hefnandinn hefur lagt rýtingnum í brjóst smiðsins og legg- ur hann dauðan á borð í smíðakytr- unni, — þá kemur þátturinn sem minnir á málverk Mantegna: hið skyggna auga myndavélarinnar hvarflar hægan hægan kringum manninn dauðan á borðfjölunum, svo seinlega, stanzar: horfir undir iljar náins og uppeftir honum. Þetta atriði 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.