Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Blaðsíða 95
Á FERÐ UM SVEITIR ÍSLANDS
mann, sem hefur ekki háttað í heilan
mánuð!
Mér var boriö kaffi og kökur, og á
meðan ég naut þessarar hressingar,
hóf klerkur samræður um stjórnmál.
Það er næsta ótrúlegt, hve menntaö-
ir íslendingar eru, eða þeir, sem á
annað borð þekkja eitthvað annað
en næsta umhverfi sitt, fylgjast vel
með stjórnmálum Evrópu, ekki sízt
Frakklands. Presturinn á Stóru-Völl-
um var nýbúinn að fá Þjóðólf, blað
stjórnarandstööunnar, sem kemur út
í Reykjavík. Hann þýddi jafnóðum
fyrir mig á latínu grein, sem olli hon-
um talsverðum heilabrotum, og sem
ég varð að gefa ítarlega skýringu á.
Hún fjallaði um ágreining, sem varð
milli Napoleons III. og Jerome
frænda hans út af ræðunni í Ajaccio.
Á dauða mínum átti ég von, en ekki
því að rekast á franska stjórnmála-
flækju inni í óbyggðum íslands.
Þegar ég var búinn með kaffið,
klæddist prestur síðri, blárri úlpu
með áfastri hettu og steig á bak hvít-
um gæðing. Blessaður maðurinn!
Fyrr mátti nú vera elskusemin að
fylgja mér í öðru eins leiðindaveðri
eftir öðrum eins vegi. Hann batt klút
fyrir vitin á sér, og ráðlagði mér að
gera slíkt hið sama. Áður en varði
komum við á stórar, rjúkandi sand-
öldur. Vindarnir, sem blása norðvest-
an úr Búrfelli hafa grafið djúpan
gára í sandsléttuna með löngum
hryggjum á milli. Hamfarirnar þarna
gáfu ekkert eftir lýsingum á sand-
stormi í Asíu og Afríku. Ég húkti á
hestinum með lokuð augu, og lét
hann ráða ferðinni upp og niður
sandhólana. Loks komum við í skjól,
sandurinn huldist gulleitum grashýj-
ung, framundan var á. Ég öfundaði
hestana, sem frýsuðu hressilega og
skoluðu nasirnar. Ég var að kafna úr
ryki, er við komum loks að Hauka-
dal.
VII
[í Haukadal skiljast leiðir prests-
ins á Stóru-Völlum og höfundar. Það-
an fær hann fylgd að Selsundi, en
bóndinn þar fylgir honum upp á
Heklu. Við fáum ítarlega lýsingu á
Heklugosum og Skaftáreldum, og frá-
Rœtt um frönsk stjórnmál við séra Guð-
mund á Stóru-Völlum; myndin gerð aj V.
Foulquier eftir uppdrœtti höfundar.
85