Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 49
UM CURZIO
frelsisherjanna: allt var falt í þessari
borg þar sem hungrið hefur ríkt svo
lengi, og ræður enn í fátækrahverf-
inu í slakka Vomero-hæðar og niður
að höfninni með eitthvert frægasta
landslag heimsins sem leiktjöld fyrir
sárustu neyð í hinum dimmu þröngu
götum sem þeir kalla Bassi.
Frásögnum Malaparte í þessari bók
urðu margir reiðir eins og títt er þeg-
ar listamenn mála myndir sem leiða
athygli að nöprum sannleika. Lygi
lygi, hrópa þeir blindu borgarar og
ríghalda fyrir augun og formæla lista-
manninum. Sumsstaðar geta þeir
komizt upp með það að láta eins og
snillingur sé ekki til eins og margt
heiðursfólk gerði árum saman hér-
lendis gagnvart bókmenntum Lax-
ness og þeir eru til sem reyna jafnvel
ennþá að komast hjá því að lesa bæk-
ur hans enda þótt þeir eigi að heita
læsir. Það er jafnvel til fólk hér á
landi sem segir: iss nóbelsverðlaun,
það eru nú svo margir sem fá þau, —
og reyna að fella dóm heimsins úr
gildi í sinni stofu, í sínum hreppi. Á
Ítalíu voru þeir til sem héldu þeir
gætu kveðið Malaparte niður með
því að kalla hann tækifærissinna til
þess að reyna að gleyma vesaldómn-
um og skortinum og sultinum, og sjá
ekki lengur fyrir augum sér hina litlu
berfættu drengi scugnazzi sem hlaupa
um göturnar í Napóli í erindum
glæpamannanna svartamarkaðsins og
hóruhúsanna.
MALAPARTE
V
Ég sat eina nótt á svölum gistihúss
í Napólí og gat ekki sofið og heyrði
stundum hófatak horaðra hesta sem
hlupu fyrir gömlum kerrum með
rauðan skúf upp á milli eyrnanna og
glamrandi aktygi með silfurlit, og
ökumennirnir smelltu með keyrinu
þegar þeir voru að aka rómantískum
ferðamönnum heim af næturklúbbn-
um Blái Hellirinn eða Græni Hellir-
inn og ég var að horfa á hin litlu hor-
uðu lífsreyndu börn hlaupa í tötrum
og skítug um götuna fyrir neðan og
toga í sjóliðana sem komu slagandi
af hafnarknæpum og heyrði þau
bjóða farmönnunum systur sínar til
næturgamans. Og barnsraddirnar
stigu hásar í jarðneskum kór upp í
suðursins tæra himneska himin, þar
sem englabörnin flétta tágakörfur
handa storkinum.
Sú nótt kemur alltaf í hugann þegar
ég heyri talað um Napólí.
VI
Malaparte var fjölhæfur eins og
toskanabúa sæmdi. í prósaverkum
hans er ríkt næmi málarans fyrir
myndgildinu í hinum skáldlegu sýn-
um. Hann hefur líka samið leikrit,
eitt nefnist Das Kapiial, Auðmagnið,
leikið í París 1949, um ævi Karls
Marx; og Anche le donne hanno
perso la guerra (Einnig konurnar
hafa tapað stríðinu) heitir annað
39