Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Page 22
MARTIN A. HANSEN Bókin Aður en Mattis var kominn út úr vanhirtum garði foreldra sinna heyrð'i hann móður sína aftur kalla til sín utan úr horninu. Hann haltraði áfram. Mattis, Mattis! Hann gekk nokkur skref áfram, áður en hann leit við. Manstu nú eftir öllu? Auðvitað, hrópaði hann, kaffi, kandís og meðalið. Týndu nú ekki peningunum. Nei, nei. Farðu nú varlega með veika fótinn. Já. Og komdu nú tímanlega heim. Hann hætti að svara, hélt áfram og horfði þungbrýnn á stýfð víðitrén, eins og þau væru umvöndunarsamar konur. Af hverju var verið að hrópa svona á eftir honum í allra áheyrn? Var hann kannski ekki skýrleikspiltur? Eða var kannski verið að senda hann hálfgerða erindisleysu, eins og hvern annan kjána? Það var nú eitthvað annað. Hér var hálfgildings lærdómsmaður á ferð. Þegar hann var kominn spölkorn lengra, sneri hann sér við og leit um öxl. En nú var móðir hans farin inn, og er hann staulaðist áfram í áttina til kirkj- unnar, fylltist hugur hans góðum áformum. Þessir tíu aurar hérna hugsaði hann með sér . . . Ég ætla nú að hugsa um hana og krakkana. Ég verð heldur, já við skulum nú sjá ... Ætti maður að líta á straujárn í bænum? Hún er alltaf að kvarta um, að hún þurfi að hlaupa að heiman og fá það lánað . .. En það getur maður líklega ekki fengið . . . nei auðvitað. En maður má þó hugsa um það. Þegar hann var kominn að beygjunni, þar sem síðast sást heiman að til hans, nam hann aftur staðar. Jú, ekki har á öðru, þarna var móðir hans aftur komin 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.