Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Side 64

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Side 64
UMSAGNIR IJM BÆKUK eina hendingu úr því kunna allir ljóðavinir á Islandi; eða Herbergið mitt: „Herbergið mitt er hljóðlátt eins og kirkja, / sem húkir um nóttu prestslaus upp til dala“ — „Á borðinu stendur mynd af mér og Kristi / mönnunum, sem enginn hefir skilið"; eða Lílsþorsta: „Bíð ég nú dauðans, dul hans enginn veit. —- / Dálítill kvíði vitund niinni liáir. / Eitt er þó víst, þótt annað falið sé, / að uppskeran verður lík og maður sáir“; eða Ur strœtinu: „En ekki vildi ég skipta, þótt ltönd mín hlyti gull, / á henni, sent með prýði í veizlum syndgar ekki, / og þeirri, sem er alræmd og oftast virðist full l og á elskulegasta hjartað, sem ég þekki"; eða Ljóð, orlct utangarðs: „Því hverjir eru vinir þess sem veltir vösum tómum, / sem vanrækir að starfa fyrir Ólaf Thors og Co“ / — „en af þessu er ég talinn óalandi í bæn- um / og enginn vill mig hýsa nema „bless- uð lögreglan“.“ Vilhjálmur er enginn nosturmaður í Ijóðagerðinni, jafnvel beztu hendingar hans hefði fagurkeraskáld getað ort svo miklu miklu betur. En hefðu þessar ljóðlínur orðið manni jafn hugtækar eftir snurfus- unina? Ég efast tim það. Ég er ekki að livetja skáld til hroðvirkni, en þeim mönn- um, sem lífið hefur ekki tekið á með silki- hönzkum, fer það misjafnlega vel að sitja við baldýringar. Smekkvísin er ekki sterk- asta hlið Vilhjálms. Það er líka hæpið að kalla þessa bók hans úrval. Hér eru saman komin öll helztu kvæði hans, misheppnuð jafnt sem lukkuð, en þau hafa sér öll eitt- hvað til ágætis og það fyrst og fremst, að þau eru góð mynd af Vilhjálmi með kostum hans og vanköntum. Hér er hann eins og hann kemur vinum sínum fyrir sjónir, sér- stæður persónuleiki, alltaf með mikla reisn, jafnvel í niðurlægingunni — grínmlaus maður. Vilhjálmur frá Skáholti hefur átt óvenju miklum vinsældum að fagna hjá hinu óbreytta alþýðufólki, þeim sem gera meiri kröfur til efnis en umbúðanna. Bækur hans hafa jafnan selzt upp á skömmum tíma, hann liefur margprentað þær, lítið eða ekki breytlar. Jón úr Vör. Jón llelgason: íslenzkt mannlíf II Iðunn. Reykjavík 1959. Ai) þykja mér miklir kostir á rithöfundi, að hann eigi margt í fórum sínum, cn tjaldi ekki hversdagslega öllu sem til er, að hann sé ljós i hugsun, málið kjarngott, myndríkt og tilgerðarlaust, stíllinn hóflega upphafinn eftir því sem efni standa til hverju sinni; að frásagnarmáti hans sé að jafnaði svo blátt áfram, að stílbrellur skyggi ekki á það, sem um er rætt eða frá er sagt. Marga þessa kosti á Jón Ilelgason ritstjóri og þarf raunar ekki mig til þess að henda á það. Alþjóð er fyrir löngu kunn- ugt, að hann kann prýðilega á penna að lialda. — Síðustu tvö árin hefur Jón Helga- son gefið út sagnaþætti eða frásagnir úr ísl. þjóðlífi og hefur þessum bókum hans verið fágætlega vel tekið. „Einhverjir eru á ferð fram dalinn. Fremstur gengur maður, sem teymir trússa- liest og leiðir barn sér við hönd. Aftan í trússahestinn er hnýtt kú, og öftust fer kona, sem ríður á þófa og reiðir kornabarn. Allur er ferðabúnaður þessa fólks fátæk- legur. Vaðmálsföt þess eru lóslitin og bætt, prjónaflíkurnar stagaðar, skinnskórnir nas- hitnir og varpslitnir. Á klyfjahestinum ægir saman sundurleitum farangri — kirnum og skjóðum, amboðum og spýtnabraki. Við klyfberann er bundinn pottur, þar sem glóðarkögglar eru faldir i ösku. Þetta er því næst aleiga þessa fólks, sem silast þarna fram dalbotninn og stefnir á heiðina.“ 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.