Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Blaðsíða 28
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
sótt, hugsaði hann, maður verður víst veikur, ef til vill deyr maður. En ]iað
sem ég hef lesið .. . Hann hjúfraði sig máttfarinn upp að hlýjum líkama
bróður síns, sem lyktaði af síld og kartöflum.
Uti í næturmyrkrinu er móðir hans að leita að föður hans. Hún er hrædd
við allt, hrædd við krána, hrædd við myrkrið, hrædd við reiði föðurins, hrædd
um heilsu drengsins. Mattis getur heyrt hana ganga fram og aftur. Það er mér
að kenna, hugsar hann og hann brestur í grát, hann grætur, honum léttir og
hann dettur út af.
En sýnirnar sækja á hann. Hann er Kristófer Kolumbus, sem stendur á þil-
farinu á santa Maria og starir vansvefta augum yfir hafið. Rúmbálkurinn er
Santa Maria, og Mattis finnur greinilega undiröldu Atlantshafsins, því að
honum finnst allt ganga í bylgjum. Þá kemur hann auga á eitthvað í fjarska.
Kannski það sé höfðagaflinn á rúmi foreldra hans, sem mótar fyrir í myrkr-
inu? Nei, það er fyrsta eyjan sem rís úr hafi. Hinn nýi heimur! Þá krýpur
Kristófer Kolumbus á kné á þilfarinu á Santa Maria og þakkar skaparanum
grátandi fyrir allar hans miklu gjafir . . .
Jón Eiríksson þýddi.
106