Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Blaðsíða 60
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
Fyrst bæri oss þá að gá að livað það er
sem oss er sýnt sem fyrirmynd. Hið bre/ka
respectability, hið svissneska jafnvægi? Þó
að Sviss bafi haldið vel á málum síniim,
mnndum vér kæra oss um að skipta, ef vér
fengjum með í skiptunum bina neikvæðu
parta velgengninnar? Og er til dæmis sú
eftirlátssemi við undirróður heimsveldanna
og heimskapítalismans sem er klædd yfir-
skinshjúpi virðuleika og siðferðis, æskilegri
en hin sem ber vesaldóminn meir utan á
sér? í öðru lagi her oss ekki aðeins að líta
á hvað er æskilegt, heldur hvað hinar raun-
verulegu aðstæður leyfa. Leyfa þær að hér
ríki sömu siðir og í Sviss, einhverju þaul-
jiróaðasta og borgaralegasta landi Evrópu?
Og liggja nokkrar hlutlægar líkur til þess
að vér getum rækt dyggð hinnar brezku
hálfvelgju, vér sem hvorki liöfum að undir-
stöðu margra alda málamiðlun borgara og
aðals né sjálfumglatt meðallagssiðferði
lieimskúgtinarinnar?
Þrátt fyrir hið landlæga pólitíska þras,
þrátt fyrir snilligáfu íslenzkra stjórnmála-
manna að leiða athygli fólks að ankaatrið-
um mála. vil ég halda því fram að Islend-
ingar þurfi sízt að blygðast sín fyrir póli-
tfskan áhuga, enda þótt stundum mætti
skíra hann pólitískan ofsa. Frekar hæri að
harma ef rélt reyndist að pólitískur áhugi
færi dvínandi á íslandi. Pólitískt jafnvægi
er einmitt vanalega skálkaskjól afturhalds,
pólitískt hlutleysi ein af aðferðum þess.
Þessvegna ættum vér að gæta þess livað
býr að baki þegar skandínavískur eða hrezk-
ur eða svissncskur heiðursmaður her sér á
hrjóst yfir pólitískum útkjálkaofsa Islend-
inga.
Ég hef fjölyrt meira um þetta atriði en
sjálfur textinn sem ég legg út af gefur til-
efni til, vegna þess að hér er um að ræða
einn hinna „viðkvæmu hletta“ í sálarlífi
íslendinga. Ég ætla að þar birtist sérlega
ófölskvuð spegilmynd af undirgefni vorri
að öðru leyti undir óhlutlægan og annarleg-
an mælikvarða. -—-
Margt í hók Jóns Helgasonar er að vísu
enn á ný ábending um það „hver þáttur í
sálariífi þjóðarinnar umhugsun þess, hvað
sagt væri um oss á bak,“ hefur löngum ver-
ið.* Það vekur því ekki furðu þótt maður
kannist við sumar þær röksemdir sem þar
eru notaðar; hitt er fremur athyglisvert hve
miklu róttæk skilgreining og nákvæm þekk-
ing koma til vegar á sviði sem margra leiðir
hafa legið um.
Það er víst hætt við að einhverjir lesend-
ur Jóns Helgasonar miini leggja út gagnrýni
lians á íslenzk þjóð- og menningarmál sem
„fordild eða stærilæti" eins og hann kvcður
sjálfur að orði. Þessi gagnrýni er lítið
hneigð til að bjóða afslátt; hún vill lieldur
eiga á hættu að sjá of svart en að sjón henn-
ar slævist. Þvílík gagnrýni, studd þekkingu
og raunsæi, er raunar því dýrmætari sem
hún er sjaldgæfari, því að í henni felst hug-
rekkið til að gera sér fulla grein fyrir því
neikvæða í hlutunum, það hugrekki sem
lilýtur að vera undirstaða alls jákvæðs
starfs:
Nútíminn gerir til akkar fjöldamargar
kröjur sem okkur ]>ýðir ekki neilt að skella
skolleyrum við ej við œtlum að heita menn-
ingarjijóð, og ]>að er ekki til neins að draga
dulur á, að cnn]>á hejur okkur ekki tekizl
að verða við ]>eim kröfum nema að nokkiirn
leyti. (Bls. 258.)
Sömu ættar er sú karlmannlega og raun-
sæja skoðun á sjálfslæðisbaráttu lítillar
þjóðar sem kemur fram í ræðu fluttri 17.
júní 1944, þann dag þegar liinir grunn-
liyggnu héldu að sjálfstæðisbarátta vorværi
á enda kljáð:
Þó að við tökum ytri tákn sjálfstœðisins
í okkar hendur, megum við aldrei telja okk-
ur trú um að íslenzkri sjálfstœðisbaráttu sé
* Sigurður Nordal, Islenzk menning, hls.
16.
138