Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Blaðsíða 60
TIMARIT MALS OG MENNINGAR Fyrst bæri oss þá að gá að livað það er sem oss er sýnt sem fyrirmynd. Hið bre/ka respectability, hið svissneska jafnvægi? Þó að Sviss bafi haldið vel á málum síniim, mnndum vér kæra oss um að skipta, ef vér fengjum með í skiptunum bina neikvæðu parta velgengninnar? Og er til dæmis sú eftirlátssemi við undirróður heimsveldanna og heimskapítalismans sem er klædd yfir- skinshjúpi virðuleika og siðferðis, æskilegri en hin sem ber vesaldóminn meir utan á sér? í öðru lagi her oss ekki aðeins að líta á hvað er æskilegt, heldur hvað hinar raun- verulegu aðstæður leyfa. Leyfa þær að hér ríki sömu siðir og í Sviss, einhverju þaul- jiróaðasta og borgaralegasta landi Evrópu? Og liggja nokkrar hlutlægar líkur til þess að vér getum rækt dyggð hinnar brezku hálfvelgju, vér sem hvorki liöfum að undir- stöðu margra alda málamiðlun borgara og aðals né sjálfumglatt meðallagssiðferði lieimskúgtinarinnar? Þrátt fyrir hið landlæga pólitíska þras, þrátt fyrir snilligáfu íslenzkra stjórnmála- manna að leiða athygli fólks að ankaatrið- um mála. vil ég halda því fram að Islend- ingar þurfi sízt að blygðast sín fyrir póli- tfskan áhuga, enda þótt stundum mætti skíra hann pólitískan ofsa. Frekar hæri að harma ef rélt reyndist að pólitískur áhugi færi dvínandi á íslandi. Pólitískt jafnvægi er einmitt vanalega skálkaskjól afturhalds, pólitískt hlutleysi ein af aðferðum þess. Þessvegna ættum vér að gæta þess livað býr að baki þegar skandínavískur eða hrezk- ur eða svissncskur heiðursmaður her sér á hrjóst yfir pólitískum útkjálkaofsa Islend- inga. Ég hef fjölyrt meira um þetta atriði en sjálfur textinn sem ég legg út af gefur til- efni til, vegna þess að hér er um að ræða einn hinna „viðkvæmu hletta“ í sálarlífi íslendinga. Ég ætla að þar birtist sérlega ófölskvuð spegilmynd af undirgefni vorri að öðru leyti undir óhlutlægan og annarleg- an mælikvarða. -—- Margt í hók Jóns Helgasonar er að vísu enn á ný ábending um það „hver þáttur í sálariífi þjóðarinnar umhugsun þess, hvað sagt væri um oss á bak,“ hefur löngum ver- ið.* Það vekur því ekki furðu þótt maður kannist við sumar þær röksemdir sem þar eru notaðar; hitt er fremur athyglisvert hve miklu róttæk skilgreining og nákvæm þekk- ing koma til vegar á sviði sem margra leiðir hafa legið um. Það er víst hætt við að einhverjir lesend- ur Jóns Helgasonar miini leggja út gagnrýni lians á íslenzk þjóð- og menningarmál sem „fordild eða stærilæti" eins og hann kvcður sjálfur að orði. Þessi gagnrýni er lítið hneigð til að bjóða afslátt; hún vill lieldur eiga á hættu að sjá of svart en að sjón henn- ar slævist. Þvílík gagnrýni, studd þekkingu og raunsæi, er raunar því dýrmætari sem hún er sjaldgæfari, því að í henni felst hug- rekkið til að gera sér fulla grein fyrir því neikvæða í hlutunum, það hugrekki sem lilýtur að vera undirstaða alls jákvæðs starfs: Nútíminn gerir til akkar fjöldamargar kröjur sem okkur ]>ýðir ekki neilt að skella skolleyrum við ej við œtlum að heita menn- ingarjijóð, og ]>að er ekki til neins að draga dulur á, að cnn]>á hejur okkur ekki tekizl að verða við ]>eim kröfum nema að nokkiirn leyti. (Bls. 258.) Sömu ættar er sú karlmannlega og raun- sæja skoðun á sjálfslæðisbaráttu lítillar þjóðar sem kemur fram í ræðu fluttri 17. júní 1944, þann dag þegar liinir grunn- liyggnu héldu að sjálfstæðisbarátta vorværi á enda kljáð: Þó að við tökum ytri tákn sjálfstœðisins í okkar hendur, megum við aldrei telja okk- ur trú um að íslenzkri sjálfstœðisbaráttu sé * Sigurður Nordal, Islenzk menning, hls. 16. 138
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.