Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Blaðsíða 54
TIMARIT MALS OG MENNINGAK
mínu skapi, en ... verður yfirleitt ekki
sama upp á teningnum allsstaðar þar sem
sósíaldemókratar hafa völdin? Þeir stjórna
samkvæmt umboði fólksins sem hefur kosið
þá, eins og sagt er, en eftir fyrirmælum sem
við gefum þeim. Að mínu viti hefði verið
ákjósanlegra að við kæmum fram fyrir
þjóðina sem þeir, er að réttu lagi ættu að
hafa hið pólitíska vald í liöndum.“
Frá sjónarhorni fulltrúa alþjóðaauðvalds-
ins hljóta allir stjórnmálamenn frá blóma-
skeiði þingræðisins að virðast áþekkir
ringluðum hænsnum, sem skortir allan
skilning á þeim kröfum, sem nútíminn ger-
ir um stjórnarhætti og stjórnaraðferðir.
Hvort sem um er að ræða sósíaldemókrat-
ann Gerhardsen, eða íhaldsmanninn Ilam-
hro, þá eru báðir í þeirra augunt hálfgild-
ings nátttröll á vettvangi nútímastjórnmála.
Að vissu leyti geta þeir liugsað sér að hafa
samvinnu um stundarsakir við menn eins
og Paul Henri Spaak, sem vegna heldur
óhrjálegrar fortíðar sem sósíalisti getur
greitt þeim götu að því takmarki, að beita
alþjóðlegum pólitískum samtökum sem
verkfæri í þágu heimsauðvaldsins. En við
mann eins og Ilambro, sem er tengdur
þingræðinu traustum böndum, geta þeir
ekkert samstarf átt.
I Evrópu er Þýzkaland Adenauers ágætt
dæmi um þá einræðislegu stjórnarhætti,
sem eru auðjöfrunum að skapi. Þar gátu
atvinnurekendur tileinkað sér þann óbil-
gjarna hroka, sem nazistamir höfðu boðið
heim. Ur því að Vestur-Þýzkaland, sem
beið þó ósigur í síðustu heimstyrjöld — og
bar alla sök á henni -— leyfir sér að sýna
slíka óskammfeilni, að það neitar jafnvel
að hafa stjórnmálasamband við Tékkósló-
vakíu og Pólland, ríkin tvö sem urðu fyrstu
fórnarlöntb nazistaherjanna, er ótvírætt að
til eru öfl utan Þýzkalands sem líta á Vest-
ur-Þýzkaland sem framtíðarfyrirmynd
þeirra stjórnarhátta, sem auðvaldið hyggst
nú koma á. Þar við bætist að þýzka hringa-
auðvaldið hafði öll slríðsárin að baki sem
undirbúningstíma fyrir nýskipan Evrópu.
Endaþótt sú nýskipan væri undirbúin með
hliðsjón af öðrum pólitískum fyrirheitum
— með Stór-Þýzkaland og aríska kynstofn-
inn sem yfirbyggingu — er reynsla þessara
ára gott vegarnesti. Ifún gefur útþenslu-
hugmyndinni byr undir vængi — og þá er
allt fengið. Þegar öll landamæri hafa verið
opnuð fyrir hagsmunum auðhringanna og
þeim gefnar frjálsar hendur, verður auðvelt
að hrinda fjármálaáætlunum Stór-Þýzka-
laitjls í framkvæmd án þess að hefja nýja
styrjöld.
Og takist þeim að verða einráðir um f iár-
mál Evrópu, geta þeir í ró og næði byrjað
að rífa niður bina gömlu pólitísku yfir-
byggingu. Eftir að de Gaulle komst til valda
í Frakklandi hafa skilyrðin á meginlandinu
til að koma á þeim einræðislegu stjórnar-
báttum, sem eru heimsauðvaldinu að skapi,
stórbatnað ...
... En eitt er skipulagningin á hagsmuna-
svæði auðvaldsins, sem hringavaldið ræður
að sjálfsögðu; annað stjórnmálaflokkurinn
sem gengur fram fyrir þjóðina við kosning-
ar, með einstaklingsframtakið letrað stór-
um stöfum á hugsjónafána sinn.
Sem hugsjón snertir einstaklingsframtak-
ið enn hégómlega strengi í hjarta bvers
þjóðfélagsþegns. Og hjalið um framtak
einstaklingsins ■— efnalegt sjálfstæði hins
einstaka — lætur vel í eyrum í kosninga-
ræðum. Og það er að sjálfsögðu í fullkom-
inni mótsögn við þann napra og lífsfjand-
samlega kulda, sem stafar af samþykktum
atvinnurekendasamtakanna um launakjör,
verkbönn og annað varðandi bitaskiptin á
moðhaugnum.
Samþykktir atvinnurekendanna og borg-
araleg pólitík eru þannig eðlisóskyld fyrir-
bæri. Hið fyrra er kaldvitur útreikningur á
132