Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Síða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Síða 23
BÓKIN út á hlað, rétt eins og hún hefði fundið á sér rausnarskap hans. Hún veifaði og Mattis lyfti húfunni. Og þótt hann vingsaði henni aðeins einu sinni, varð hann hnugginn og úrræðalaus, því að ekki gat hann byggt handa henni höll fyrir tíu aura. Þau voru allt annað en glæsileg húsin þarna á hæðinni, þar sem móðir hans stóð og veifaði. Þau klúktu þarna í vornepjunni. Letingjaland, kölluðu gárungarnir þennan niðurnídda stað. Mattis fannst sanit bókaskorturinn tilfinnanlegastur í Letingjalandi. Atak- anlegast var það hina löngu vetrarmánuði, þegar hann var veikur í hnénu og varð að Hggja. Það hafði sparkað í hann kýr, og það hljóp illt í það, og þannig var hann í sannleika orðinn fínn maður, sem var heima og lét hjúkra sér og lagði stund á nám. En hann gat ekki satt lestrarfýsn sina með þeim bókakosti, sem til var í hreysunum. Bærist dagblað inn á heimilið, var það notað utan um matarpakka eða til að skreyta með eldhúshillurnar. Það stappaði nærri guð- lasti, fannst Mattisi, og hann reyndi að fela dagblaðið í dýnuhálminum. Hví- líkan mat gat hann ekki gert sér úr einu dagblaði? Hann las það upp til agna. Nú sá Mattis bjarma af nýjum degi . .. Eitthvað óvænt og stórkostlegt var í vændum. Þessi dagur fól í sér mikil fyrirheit .. . Hinn dásamlegi námstíini fór í hönd. Faðir hans hafði höggvið eldivið fyrir fulltrúann, bókaorm og sér- vitring bæjarins. Og fulltrúinn hafði sagt: Drengurinn getur fengið lánaðar bækur hiá mér. Mattisi sóttist ferðin seint. Hann var ekki orðinn góður í fætinum og hann hafði aldrei farið svo langa leið áður. Hann gekk samt ekki eins rösklega og hann gat. Var ekki hægt að ætlast til þess af honum, öðrum eins lestrarhesti, að hann neytti krafta sinna? En Mattis dró af sér. Hversu oft hafði hann ekki farið þessa leið í huganum eins og fuglinn fljúgandi . . . Nú ætlaði hann að njóta hvers skrefs. Það var líka óviðeigandi að þjóta af stað eins og afglapi. Mattis hefði vel getað beðið til næsta dags. Oft var hann að því kominn að óska þess að hann hefði gert það. Honum fannst hann eiginlega ekki fullbúinn til þessarar farar. Svo var líka fulltrúinn. Hann var hvorttveggja í senn, fínn maður og sérvitringur. Og það eina, sem Mattis hafði til marks um vald manna og vegsemd, var bókaeign þeirra. Já þannig gekk hann lengi og það lá illa á honum. En þá tók hann eftir nokkrum drengjum, sem voru að leika sér og ærslast úti á enginu. Þeir hentust yfir skurði og þeyttust yfir þúfurnar, léttir á sér eins og hérar. Það gat Mattis ekki leikið eftir þeim. En hann tók það ekki nærri sér . . . Þvert á móti taldi hann fótarmeinið sér til ágætis. Slæmskan í hnénu gaf honum tækifæri til að láta ljós sitt skína. Fólk tók tillit til hans, sá að hann var vel viti borinn og 101

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.