Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Blaðsíða 36
Eyfirzk frásögn um móðuharðindiii
T^lestir kannast við frásögn sr. Jiíns Steingrímssor.ar af Skaftáreldum, enda er liún
merk heimild um móðuharðindin, jiar sem þau komu þyngst niður. En hve langt náðu
áhrif þeirra út um önnur héruð og hvernig lýstu þau sér þar? Um það er efalaust eina
beztu heimildina að finna í ritgerð merkisprestsins Jóns Jónssonar á Grund, síðar að
Núpafelli í Eyjafirði. Sú ritgerð er með dagbókum hans, sein geymdar eru í Landsbóka-
safni. Henni mun þó varla hafa verið gefinn sá gaiimnr, sem vert væri, og birtist hún Jjví
hér á prenti.
Jón prestur hefur verið ágætur athugunarmaður, íhugull og varfærinn í ályktunum og
merkilega laus við alla hjátrú og guðræknismærð í þessum skrifum sínum, en á þeirri öld
voru furðusögur mjög í hávegum liafðar. Er athyglisvert, að hann tekur það fram hvað
eftir annað, að frásögnin sé miðuð við hans sveit, þó að Ijóst sé, að hann hefur einnig
haft fregnir af því, sem annars staðar gerðist. En um það fellir hann sem fæsta dóma. Vel
kemur vísindaleg hugsun hans fram í lok ritgerðarinnar, þar sem hann gerir grein fyrir
því, hvernig hann hafi metið þær heimildir, er hann hafði um áhrif „mistursins".
Það eykur og mjög sagnfræðilegt gildi ritgerðarinnar, að lýsingin á hegðan mistursins
er byggð á dagbókum. En ég vil bæta því við, að hún geti líka haft hagnýta þýðingu. Hún
vekur til umhugsunar um, hvað unnt sé að gera til þess að mæta slíkum ósköpum, ef þau
dyndu á ný yfir þjóðina, en við því má alltaf búast í slíku eldfjallalandi. Þess hefur nokk-
uð gætt í seinni tíð, að menn teldu sig allvel búna undir harðindi, og má vera, að svo sé,
ef aðeins er átt við óáran vegna grasleysis, ísa og snjóa. Sumir munu lió draga það í efa.
En hvernig færi, ef allur gróður eitraðist eins og í móðuharðindunum og veðrátta spilltist
þar á ofan? Svari jiví liver fyrir sig. En það ætti að geta auðveldað mönnum að finna hið
rétta svar, ef þeir lesa ritgerð Jóns prests á Grund.
Ritgerðin er hér prentuð eftir handritinu Lbs. 332, 8vo, í Landsbókasafni, en í því bindi
eru einnig dagbækur höfundarins frá þessum árum. Stafsetning höfundar er að þeirrar
tíðar hætti, en er hér færð til nútímavegar. Ártöl skrifar höfundur venjulega stytt, þ. e.
—83 =1783, og eru þau leyst upp hér. Innskot, sem hér eru gerð til skýringar, eru sett
innan hornklofa, [ ].
Páll Bergþórsson.
114