Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Blaðsíða 59
AÐ VERA ÍSLENDINGUR
saman við aðrar þjóðir án þess að gæta
fyllstu varkámi.
Pólitík [segir Jón Helgason] er hér á
landi rekin af meiri ofsa en í nálœgum lönd-
um; hvernig annarsstaSar er, veit ég ekki.
Ilenni er flœkt inn í alla hluti; allir kvarta
undan fressu, en enginn fœr viS þaS ráSiS.
ViS fietta vœri sjálfsagt unandi ef öllum
Jyessum látum fylgdi einhver verulegur ár-
angur landinu til frama, eSa ef stjórnmála-
mennirnir hejSu sýnt sérstakan dugnaS eSa
frábœra hœfileika í forustu fyrir málum
þjóSarinnar. En því er ekki aS heilsa. Ef
nefna ætti þau Evrópidönd sem bezt hafa
haldiS á málum sínum á undanförnum ár-
um, þœtti mér harla ólíklegt aS nokkur
mundi tilnefna ísland; ég er hrœddur um
aS þaS kœmi heldur aftarlega í röSinni.
Flestir mundu líklega setja Sviss í efsta
sœti, en um þaS land er sagt aS hvergi sé
pólitískur ofsi minni en þar og landsmál
hvergi rœdd af jafnóhlutdrœgri stillingu
sem í svissneskum blöSum. (1. des. 1954:
bls. 291.)
Þreltán árnm fyrr liefnr Jón Helgason
lalað um „liið vesala og útkjálkalega póli-
tíska þras sem lengi liefur verið íslenzkt
átumein“.
Það þarf ekki að geta þess að þær skoð-
anir sem fram koma í þessnm orðum ern
vanalega boðaðar að viðbættnm anmingja-
skap, sem ritum Jóns IJelgasonar er fjarri.
Pólitík á Islandi hlýtur að vísu óhjákvæmi-
lega að vera útkjálkapólitík, það liggur í
hlutarins eðli; og allra sízt ber að neita ves-
aldómi þeirra íslenzku stjórnmálamanna
sem mestu hafa ráðið um íslenzk mál á
iindanförmim áratugum. En ég get ekki
varizt þeirri löngun að gera nokkrar at-
hugasemdir við þann skoðunarmáta sem hér
kemur í ljós.
Pólitík útkjálkans, próvinsumiar, er allt-
af vesöl frá sjónarmiði höfuðstaðarins. En
höfuðstaðnum nægir ekki að fyrirlíta póli-
tík útkjálkans, heldur vill hann, — raunar
oft af taktískri nauðsyn, — koma próvinsu-
mönnum til að líta á pólitík sjálfra sín frá
sjónarhóli höfuðstaðarins. Aróðurinn í
þessa átt er svo harður að það er mjög erf-
itt í móti að standa, og það því fremur sem
höfuðstaðurinn beitir öllum brögðum til að
klæða sína pólitík kufli virðnleikans og rétt-
mætisins. Það tekst honum oft í skjóli þess
að útkjálkinn kynnist aðeins forldið höfuð-
staðarins. Utkjálkinn skal sem sagt blygð-
ast sín fyrir afglöp sinnar pólitíkur og mikl-
ast óskeikulleiki höfuðstaðarpólitíkurinnar.
En ef útkjálkamanninum auðnast að opna
sér nægilega gagnrýna sýn yfir pólitík höf-
uðstaðarins mun hann ef til vill komast að
því að afglöpin eru einnig þar; hann mun
sjá að aflsmunurinn nægir ekki til að helga
þau og öðlast um leið örtiggari grundvöll
til að dæma einnig um sína útkjálkalegu
heimapólitík.
En oss Islendingiim er títt að líta á póli-
tík vora frá sjónarmiði höfuðstaðarins. Það
eitt að hún sé útkjálkapólitík svíður oss
sárt. Eins og vér deilum ekki allajafna á
lesti vora í nafni skynseminnar eða vegna
þess að þeir séu oss skaðlegir heldur vegna
þess að þeir séu oss „til skammar", þannig
óttumst vér það mest að pólitík vor sé oss
til vansæmdar meðal erlendra þjóða. Með
þeirri grýlu er hægt að hræða oss til hvers
sem er. Hún er meðal margs annars notuð
til að láta oss auðmýkjast fyrir það sem
kallað er „pólitískar æsingar" eða „pólitísk-
ur ofsi“. Þetta er almannarómur: pólitískar
æsingar, pólitískur ofsi er „blettur á þjóð-
inni“ og tíðkast „hvergi á byggðu hóli nema
hér“.
En vér ættum að minnast þess að pólitík
er rekin með sínu móti í hverju landi. Og ég
veit ekki hvort mikið raunsæi felst í því að
óska íslendingum til dæmis hins víðfræga
umburðarlyndis Breta eða hins pólitíska
doða Svisslendinga.
137