Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Blaðsíða 38
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
heiður himinn og sólskin glatt, nema
hvað mistursrykið, er þó var minna
lil himins að sjá, deyfði nokkuð henn-
ar skin, og sýndist þar með rauðleit-
ari síðdags.
20ta Misturið nú minna en næsta
dags, svo sáust öll fjöll í kring, með
ærnum blikuroða umhverfis sólu,
fannst þá og hér fyrst merkjanlega
brennusteins brunaþefur.
21ta Nú var sól fagurrauð að líta
allan dag, sem og geislar hennar er
inn skinu í hús, þegar ský greiddi frá
henni, með sama lit. Misturið í mesta
lagi, svo allan dag sá ei frá Grund til
Núpufells (fjalls), ei stórt yfir mílu
vegar eftir þingmannaleiðar tali, að
segja hér í firðinum.1
22n Minna misturið, en nú var að
finna, nær aðgætt var, annarligan ýr-
ing úr þoku sem þó ekki vætti það
liann á kom, en bar mest á í augum
manna.
23a Mistur mikið, sáust þó fjöll,
en roði mikill fyrir og kring sólu,
einkum að venju á morgna fyrir og
um dagmál, en þó meir um og eftir
miðaftan á kveldin.
24ða Yfrið mistur, lítt minni sól-
arroði.
25ta Mikið mistur, einkum eftir
nón, og var þess hegðan sú venjulig-
ust að það sást á morgna mest til
dala, þynnti lítt um miðjan dag, en á
kveld eftir nón og þar um bil, nær
1 Þessi vegalengd er 12 km á korti. — 2 Þ. e.
hafkylja tók að blása; var þess kólga
mest og myrkvust í öllu norðri.
26ta Mistur mikið framan af degi.
27da [Mistur] meira og varaði
lengur fram eftir degi, þó lítið við
kveld.
28da [Mistur] mikið og þoku-
blandið.
29da Mesta misturdimma, með lít-
illi daggarfallslíkingu. Conf. sup. ad
22 h.2
30ta Lítið mistur að sjá, og þar
eftir fóru aðrir þess annmarkar.
/ Julio.
lta bar ei á misturi.
2n Nokkuð meira, og nú með
sterkri brennisteinsbrunafýlu.
3ja Sást ei til misturs mikið, en
mikill roði fyrir sólu, undir og um
dagmál.
4ða Misturmóða ei jafnlig, en sól-
arroði að morgni mikill.
5ta Mistur nú í mesta og dimmasta
lagi.
6ta Mikill roði fyrir sólu að
morgni og mistur ærið með fýlulykt,
sem að vísu jafnan fylgir nokkur, þó
með mismun.
7da Ærið mistur þokublandið.
8da [Mistur] eins, nokkuð minna.
9da Mikið síðdags.
lOda Eins.
llta í meira lagi.
12ta Með mesta móti.
Sbr. hér að framan við 22. þ. m.“
116