Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Síða 15
RITSTJÓRNARGREIN
sem er þó ekki lítið atriði, heldur einnig hitt, að skorturinn á slíkri stojnun
hér innanlands hefur valdið því að glatazt hafa dýrmæt tœkifœri til að vinna
nauðsynleg verk, og efnilegir menn hafa orðið að snúa sér að öðrum störfum
og eru orðnir afhuga frœðimennsku. í fámenni okkar er þetta alvarlegt mál;
uppeldi frœðimanns er dýrt fyrir þjóðfélagið, og því ber að kappkosta að
hœfileikar og menntun hvers eins komi að fyllstu notum, að þeim sé ekki sóað
í störf sem annar maður miður sérhœfður gæti leyst eins vel af hendi. Við
þurfum fleiri sérmenntaða menn að tiltölu en stœrri þjóðir; þeim mun meiri
ástæðu höfum við til þess að hagnýta starfsgetu þeirra að fullu.
Enn má nefna eitt atriði. Hér á landi tíðkast margvísleg útgáfustarfsemi sem
kennd er við frœðimennsku, en skortir flest sem það heiti á skilið. Með því
er villt um fyrir almenningi hvað séu frœðileg vinnubrögð, en þar sem fátt
innlent er til samanburðar er engin jurða þótt margir eigi erfitt með að greina
á milli þess sem unnið er af trúmennsku og reist á öruggri rannsókn og hins
sem flumbrað er af með eintómum hundavaðshætti. Alþýðlegar útgáfur og al-
þýðleg frœðirit geta verið háskalega villandi ef þau slyðjast ekki við örugga
undirstöðu. En eins og áður var sagt, undirstaðan er enn ekki nógu traust;
hana þarf að breikka, og það yrði hlutverk þessarar stofnunar. Rit hennar
œttu um leið að verða mælikvarði á aðra útgájustarfsemi í landinu, fyrirmynd
sem hægt vœri að bera saman við og draga af lœrdóm. Það dugir miðlung að
benda á bókafjöldann sem út er gefinn, ef obbinn af svonefndum „frœðirit-
um“ á sér engan jrœðilegan grundvöll. Slík „menning“ er vissulega reist á
sandi. Það verður aldrei bygging til frambúðar þar sem því er eytt í turnspírur
og toppfígúrur sem sparazt hefur á því að svíkja undirstöðuna.
J. B.
5