Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Síða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Síða 24
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR smygluðu síðan eitrinu til þeirra sem ákafast og urðu að sjálfsögðu æ dýr- seldari. Þegar kínversk stjórnarvöld gerðu loks gangskör að því að stöðva ópíumsmyglið, sem var þá þegar tek- ið að lama siðferði og fjárhag þjóð- arinnar, gátu bretar ekki þolað slíkt framferði og fóru í stríð til verndar ópíumsmyglurum sínum árið 1840. Það kom fljótt í Ijós að nýjar fallbyss- ur voru máttugri vopn en fornleg sverð og spjót, sem auk þess höfðu dignað í ópíumeldi. Bretar slógu eign sinni á Hongkong, fengu verzlunar- réttindi í ýmsum borgum, kúguðu kínverja til að greiða sér kostnaöinn af herhlaupinu og sömuleiðis fullar bætur fyrir eiturbirgðir þær, sem gripnar höfðu verið af smyglurum. Nokkru síðar, árið 1856, færðu þeir sig enn upp á skaftið, heimtuðu aukin sérréttindi og kröfðust þess meðal annars, að ópíumsalan mætti fara fram í dagsbirtu, rétt eins og sala á kristilegum smáritum. Þegar keisara- stjórnin í Peking vildi ekki fallast á svo hógvær tilmæli, gripu bretar til vopna ásamt frökkum og börðu á kín- verjum í fjögur ár samfleytt, drápu og brenndu, rændu og rupluðu, unz þeir höfðu fengið öllum kröfum sín- um framgengt, meira að segja tryggt sér verÖlaun fyrir atförina, gífurlega fúlgu. Sá veldur miklu, sem upphafinu veldur. Ekki aðeins frakkar tóku sér hegðun hreta til fyrirmyndar í við- skiftum við kínverja, heldur ýtti dæmi þeirra undir flestar þær þjóðir, sem þóttust hafa nokkurt bolmagn til yfir- gangs og ofbeldisverka. Það varð brátt góður og gildur siður að auðg- ast á kínverjum, jafnvel stefna að þeim herjum og lagfæra landamæri þeirra, sníða skák og skák af þessu víðlenda ríki. Hnífur rússakeisara komst í feitt í Kína, hnífur þjóðverja og síðar bandaríkjamanna, — svo að ekki sé nú minnzt á fengsæld japana, þegar þeir höfðu lært listirnar af ný- lenduveldunum, eflzt af fjármagni úr vestri og eignazt fullkomnar her- gagnasmiðjur. Nýlenduveldin kunnu að notfæra sér lénsskipulag kínverja út í æsar, enda grundvallaðist ráns- iðja þeirra að verulegu leyti á slíkri kunnáttu. Þau keyptu sér leppa og böðla eftir þörfum, brugðu í eina fléttu hagsmunum sínum og viðgangi miskunnarlausra harðstjóra og spilltra auðjarla, ólu á sundrungu, seldu óaldarflokkum vopn og öttu þeim síðan saman til að fjörga kaup- skapinn, koma vopnunum í lóg. Þau gættu þess vakin og sofin að sérhver hræring verkalýðs, bænda og frjáls- lyndra menntamanna til að bæta kjör sín ellegar krefjast réttinda, sem höfðu um langt skeið þótt sjálfsögð á Vesturlöndum, fengi skjótt að kenna á svipunni, væri vægðarlaust brotin á bak aftur. Helztu hafnir og sam- göngumiðstöðvar í Kína, svo sem stórborgirnar Kanton, Sjanghæ og 14
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.