Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Side 27

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Side 27
SAMSKIFTI VIÐ KINVERJA þetta umdeilda ríki og leitazt við að bregða upp þaðan raunsönnum mynd- um. Hraðar framkvæmdir á mótunar- skeiði nýrra þjóðfélagshátta í Kína valda því hinsvegar, að margt í slíkum bókum, jafnvel hinum ágætustu þeirra, verður ótrúlega fljótt úrelt. Vilji menn á annað borð reyna að fylgjast með viðburðum og viðhorf- um í mesta ríki Asíu, geta þeir ekki með góðu móti sneitt hjá fræðslurit- um þeim, sem kínversk stjórnarvöld gefa út að staðaldri á ýmsum tungu- málum, meðal annars ensku. I Vestur- evrópu og Ameríku hefur að vísu ver- ið lagt kapp á að gera lítið úr hag- skýrslum kínverja og vefengja allar tölur, sem berast frá Peking, kalla þær blekkingar einar og áróður. Ongvu að síður er það haft fyrir satt að íhalds- samir forystumenn vestrænna stór- velda stynji þungan yfir markleysu þessari á luktum fundum, enda teknir að finna fyrir óhollum áhrifum henn- ar á hverskonar nýlendubúskap. Svo að eitt dæmi sé nefnt af mörgum, þá vakti sú frégn nokkurn titring í haust meðal franskra pyndingameistara í Alsír og húsbænda þeirra í París að Abbas Ferhat, forsætisráðherra út- lagastjórnar serkja, væri kominn til Peking og hefði fengið viðtökur góð- ar hjá Sjú En-læ. Því miður eru þjóðfélagsbyltingar aldrei sársaukalausar, jafnvel þótt mannfall sé lítið eða ekkert; greinar bresta og rætur slitna, þegar gamlir siðir þoka fyrir nýjum, hversu mjúk- lega sem að er farið. Reyndar má ráða af líkum að ekki hafi verið tekið með neinum silkihönzkum á þeim hluta kínverskra yfirstétta, sem háð- astur var útlendingum og notið hafði stuðnings þeirra um langt skeið til að vernda miðaldaleg sérréttindi, kúga alþýðu og berja á henni af dæmafárri hörku, ef hún dirfðist að hrista klaf- ann. Auðvelt er einnig að gera sér í hugarlund að saklausir kunni að hafa goldið sekra og aðrir hörmulegir at- burðir gerzt, meðan á mestu átökun- um stóð og hvorttveggja var í molum, lagakerfi ríkisins og löggæzla. Þeim sem fróðlegast hafa ritað um kínversk málefni að undanförnu ber þó saman um að stjórnarvöldum alþýðulýðveld- isins mundi seint hafa tekizt að ávinna sér traust og hylli þjóðarinnar og fylkja henni til öflugrar framfara- sóknar, ef þau hefði skort réttsýni og mannúð, umburðarlyndi og lagni. Kínverjar þeir sem sáu þann kost vænstan að flýja land um svipað leyti og alþýðulýðveldið var stofnað, svo og vesturlandamenn sem óttast sósíal- isma og kommúnisma umfram aðra hluti, staðhæfa samt eins kappsamlega og fyrir ellefu árum að ógnarstjórn fámennrar klíku ráði lögum og lofum í Kína, þrælki þjóðina og herði jafnt og þétt að henni fjöturinn til þess að geta lafað í sessi. Þessi staðhæfing um nokkurskonar víti á jörðu tekur fljótt að riða fyrir hlutlausri íhugun og TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAH 17 2

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.