Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 29
SAMSKIFTI VIÐ KÍNVERJA
saga til næsta bæjar. Einhverntíma
hefði það líka þótt í frásögur færandi
að drepsóttir hafa verið kveðnar nið-
ur þar eystra og heilbrigðismálum
kippt í viðunandi horf á örfáum ár-
um, að tekizt hefur að beizla að veru-
legu leyti stærstu og háskalegustu
fljótin, afstýra mestu hörmungunum
af völdum flóða og þurrka með risa-
vöxnu mannvirkjakerfi, vatnsmiðlun,
varnargörðum og áveitum. Ef menn
hafa ekki orðið fyrir því óláni að láta
áróðursmeistara slá augu sín kalda-
stríðsblindu, þá er raunar sama hvert
litið er í kinverska alþýðulýðveldinu,
hvarvetna birtast einhverjar framfar-
ir og umbætur, margar þeirra smá-
vægilegar að vísu og aðeins til bráða-
birgða, aðrar með miklum myndar-
brag, svo sem vænta mátti af stórþjóð,
en sumar æfintýri líkastar, jafnvel
þótt miðað sé við fólksfjölda. Til
dæmis er það undravert hversu hratt
kínverjar iðnvæðast, hversu vel þeim
hefur heppnazt að endurbæta og ger-
nýta gamlan vélakost og hvílíkan sæg
nýrra verksmiðja þeir hafa reist á ell-
efu árum, meðal annars fjölmörg
tröllaukin iðjuver, þar sem beitt er
fullkomnustu tækni. Vissulega hafa
þeir notið stuðnings annarra sósí-
alskra ríkja, einkum og sér í Iagi
Sovétríkjanna, sem munu hafa revnzt
þeim harla örlát, hvorki skorið við
nögl gjafir, lánsfé né aðra aðstoð (og
ætla ýmsir að slík breytni sé drottni
allsherjar fullt eins geðfelld og útbýt-
ing kristilegra smárita). En stuðning-
ur nokkurra vinveittra rikja mundi þó
hafa hrokkið skammt til að lyfta þess-
um grettistökum, ef kínverja hefði
skort dugandi forystulið, eindrægni,
hagsýni, vilja og metnað til að komast
skjótt og rösklega úr kútnum. Iðn-
væðing þeirra væri að sjálfsögðu
mesta glapræði, ef ekki hefði verið
unnið jafnframt henni að endurreisn
og umbótum á flestum öðrum sviðum
þjóðlífsins, eins og drepið var á hér
að framan. Því má bæta við að stökk-
þróun sú sem orðið hefur í fræðslu-
og menningarmálum kínverja síðan
alþýðulýðveldið var stofnað, er ekki
aðeins vitnisburður um atorku þeirra,
framtakssemi og menntaþrá, heldur
blátt áfram einsdæmi. Fyrir rúmum
áratug kunni lítið brot kínversku
þjóðarinnar að lesa og skrifa, en nú
hefur þessu hlutfalli verið snúið við.
Tugir miljóna fullvaxta fólks í Kína
hafa á ári hverju lært lestur og skrift,
þrátt fyrir þá margslungnu örðug-
leika, sem fylgja notkun hins forna
táknleturs. í öllum landshlutum er
verið að hrinda í framkvæmd stig af
stigi mjög fullkominni fræðslulög-
gjöf, nýir skólar bætast við í sífellu og
þá ekki síður aðrar menningarstöðv-
ar, svo sem óperuhallir og leikhús, fé-
lagsheimili, hvíldarheimili, bygging-
ar yfir söfn af ýmsu tagi o. s. frv. Láta
mun nærri að nú njóti kennslu tíu
sinnum fleiri kínversk börn en 1949
og nemendum í miðskólum og æðri
19