Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 32

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 32
TIMARIT MALS OG MENNINGAR tillögu á þingi Sameinuðu þjóðanna íyrir fáum mánuðum. I þessu máli, eins og svo mörgum öðrum, hafa íslenzk stjórnarvöld reynzt bandarísku afturhaldi næsta fylgispök. Enn hafa þau látið undir höfuð leggjast að fara að dæmi granna sinna á Norðurlöndum og viðurkenna stjóm fjölmennustu þjóð- ar í heimi. Opinskár eða óbeinn stuðningur við ofstæki bandaríkja- manna gagnvart sex hundruð og fimmtíu miljónum kínverja væri auð- vitað skilj anlegur, ef íslendingar hefðu einsett sér að forðast eins og heitan eld hverskonar skifti við þjóðir þær, sem aðhyllast sósíalskt efnahags- kerfi. Svo er ekki, eins og öllum er kunnugt og íslenzkar verzlunarskýrsl- ur bera gleggst vitni. Ekki er heldur um það að ræða að fornar eða nýjar væringar kínverja og íslendinga séu þrándur í götu eðlilegra samskifta og sjálfsagðrar kurteisi. Samskifti þess- ara tveggja þjóða hafa verið mjög lítil, en vinsamleg í alla staði. Þau mega heita upp talin, ef getið er út- gáfu fáeinna kínverskra bóka á ís- lenzku og íslenzkra á kínversku, sýn- inga óperuflokka frá Peking í Reykja- vík, nokkurra kínverskra listmuna- sýninga hér og ferðalaga íslendinga úr öllum stjórnmálaflokkum til al- þýðulýðveldisins í boði menningar- félaga þar eystra. Til skamms tíma hefur fjarlægðin milli Kína og íslands torveldað kynni og samskifti þjóð- anna; en vitaskuld gegnir öðru máli nú, þegar öld nýrrar tækni er gengin í garð og sigrazt hefur verið svo ræki- lega á vegalengdum, að unnt er að komast á tæpum tveimur sólarhring- um frá Reykjavík til Peking, án þess að þurfa að fara á mis við hvíld og svefn á áningarstöðum. Líklegt má telja að íslendingar hefðu jafnt hag af því að reka nokkurn kaupskap við kínverja eins og við sumar aðrar fjar- lægar þjóðir, — að minnsta kosti væri ærin ástæða til að ganga úr skugga um það sem fyrst. Um hitt get- ur öngvum íslenzkum manni blandazt hugur, sem átt hefur þess kost að ferðast um Kína, að aukin menningar- leg samskifti við hina fornu öndvegis- þjóð yrðu okkur til mikils ávinnings. Við gætum bergt þar af djúpum lind- um, kynnzt sérkennilegri og langþró- aðri siðfágun, óþrotlegri auðlegð fag- urra lista og hverskonar listiðnaðar, en auk þess lært margt af nýjustu framkvæmdum kínverja, svo sem samvinnu og samhjálp, nýtni og hag- sýni. í annan stað ætti það að vera okkur metnaðarmál að stærsta þjóð veraldar fái eitthvert hugboð um að einnig við búum við menningu, sem er á margan hátt sérstæð, og eigum nokkur þau verðmæti, sem seint munu blikna. Eitt er víst: Okkur sæmir ekki að hanga lengur aftan í móðguðum ný- lenduveldum, haga okkur við kín- verja eins og við hefðum séð á bak 22

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.